Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 77
svo að bæði er um að ræða birkikj arr og víðikj arr.
Hið síðara kemur fram í nafninu Víðikjörr (á
Bláskógaheiði) (Sturlunga). Það nafn hefur orð-
ið Víðiker síðar og svo mun um það nafn víðar.
Athyglisvert er, að langflest þeirra örnefna
sem hér er fjallað um, eru í byggð eða nálægt
henni, aðeins örfá lauf-nöfn eru inni undir há-
lendi. Fjölbreytilegust er notkun þeirra í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, þar sem koma fyrir nöfn
með öllum nafniiðunum. I stórum dráttum má
annars segja, aö Austfirðingar hafi kennt staði
við víði þar sem Sunnlendingar kenndu við lauf
og Breiðfirðingar við hrís.
Orðið viöur hefur ekki verið tekið inn í þessa
athugun, en það merkir ýmist víði eða fjalldrapa
eftir landshlutum. Orðið víðiviður er í Austur-
Skaftafellssýslu a.m.k. haft um gulvíði eingöngu
eða sameiginlegt heiti um grávíði og gulvíði, sem
líka var nefnt laufviðargróður. (Talmálssafn
Oröabókar Háskólans.)
Eitt af örnefnunum með víði sem hér er nefnt í
skrá er Víðiblöðkudalur inn af Hvalfirði. „Hann
er þó ætíð nefndur Blöðkudalur“ skrifar Svein-
björn Beinteinsson á Draghálsi í bréfi til Orða-
bókarinnar í mars 1990. Þar var áður víða þroska-
mikill grávíðir, blaðstór, að sögn Sveinbjarnar
„áður en sauðfé tætti þar ailt í sundur." Víði-
blaðka er þekkt víðar á landinu. Guðrún Jóns-
dóttir frá Asparvík á Ströndum segir að það sé
jarðskriðull grávíðir í röku landi eða mýrum.
Blöðin eru stórgerð og teygja sig upp í loftið.
Víðiblaðka vex líka á Hólsfjöllum. Lúther Gunn-
laugsson í Veisuseli í Fnjóskadal segir að hún sé
stöngullaus grávíðir í mýrum og stundum ruglað
saman við smjörlauf. (Símtöl þeirra við Guðrúnu
Kvaran hjá Orðabók Háskólans í mars 1990.)
í Jarðabók Árna Magnússonar (skv. nýrri at-
riðisorðaskrá, 12. bindi 1990)eráberandi,aðhrís
(hrístekja) er nefnt í öllum sýslum, sem bókin
nær til, en tiltölulega oftast í Gullbringu- og Kjós-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
75