Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 78
arsýslum og í Húnavatnssýslum. I tveim fyrr-
nefndu sýslunum er víðis og fjalldrapa ekki getið
og aðeins einu sinni er minnst á hvora tegund um
sig í Húnavatnssýslum. Hrís er mjög sjaldan
nefnt í Rangárvallasýslu og í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum. Grálauf er aðeins nefnt í Rangárvalla-
sýslu en víðir og fj alldrapi eru langoftast nefndir í
Eyjafirði og sérstaklega í Þingeyjarsýslum.
Útbreiðsla örnefna með þessum nafnliðum
þarf þó tölulega ekki að fara saman við útbreiðslu
trjátegundanna. Víst er að tegundirnar þurfa að
vera til staðar til þess að örnefnin verði til, en þar
sem víðir er mestur eða hrís þéttast er það ekki til
auðkenningar að nefna staði eftir þessum tegund-
um.
Óþarft er að fjölyrða hér um örlög íslensku
skóganna. Nöfn eins og Fagriskógur í Þjórsárdal,
þar sem ekki sést lengur votta fyrir trjágróðri,
segja sína sögu. Að fornu var bærmeð þessu sama
nafni í Kolbeinsstaðahreppi, en sú jörð hefur
síðar skipst í jarðirnar Moldbrekku, Ytriskóga
og Syðriskóga.
í skrá um skógareignir í afrétti inn af Gnúp-
verjahreppi í Þjórsárdal (Islenskt fornbréfasafn
II, 865-869) frá því fyrir 1587, er orðið skógur
allvíða notað, t.d. Langholtsskógur, en einnig
hrís, t.d. Hurðarbakshrís. Þá er torfa einnig
algengur liður í skógarítökum þar og segir til um
uppblástur landsins, t.d. Bæjartorfa, kennd við
Gaulverjabæ. Endingin -ingur var einnig no'tuð
til að tákna svæðin sem skógur var nytjaður á,
t.d. Kaldnesingur, dregið af Kaldaðarnesi í Flóa
o.s.frv.
Útbreiðsla örnefna og bæjanafna með víði,
laufi, hrísi og kjarri sýnir hver útbreiðsla þeirra
tegunda hefur verið, svo að nöfnin varðveita þar
heimildir um fornt gróðurfar og viðarvöxt. Með
nánari könnun örnefna á einstökum Iandsvæðum
og jörðum mætti fá betri og nákvæmari mynd, en
hér verður látið nægja að sýna heildarmyndina í
76
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990