Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 86

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 86
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, gróðursetur fyrstu plöntuna í landgræðsluskógaátakinu. Mynd: Sig. Blöndal, 10-05-90. manns en eru sjálfsagt fleiri. Mér er sagt að slíkt eigi sér enga hliðstæðu nú á dögum hjá öðrum þjóðum. En hér sést hvaða hug íslenska þjóðin ber til landsins síns og gróðurríkis þess og hver vilji hennar er í þessum efnum. Á það skal ráðamönnum bent. Átaksárið hófst með athöfn að Kjarvals- stöðum í byrjun janúar síðastliðins. í mars var haldinn sérstakur fræðslufundur með fulltrúum skógræktarfélaganna og samstarfsaðila. Mörg erindi voru flutt, leiðbeiningar voru gefnar og spurningum svarað. Gerðir voru samningar um framleiðslu skógar- plantna við garðyrkjubændur í Árnessýslu sam- kvæmt útboði, með það í huga að afhentar yrðu plöntur endurgjaldslaust til gróðursetningar í hina völdu reiti. Jafnframt var unnið að leigu- samningum við umráðamenn landsins. í upphafi var áætlað að gróðursettar yrðu allt að 1,5 milljónir plantna en áföll urðu í framleiðsl- unni svo hluti plantnanna stóðst ekki staðal. En nú í haust er tilbúin hjá þessum sömu garðyrkju- bændum viðbót sem nentur afföllunum. Þess skal getið í framhaldi þessa að fram- kvæmdanefndin hefur gert nýja samninga sam- kvæmt útboði um plöntuframleiðslu fyrir árið 1991. Þar eiga hlut að máli framleiðendur á Reykja- víkursvæðinu og notaðir verða bakkar með stærri pottum en fyrra árið. Skriðurinn jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á árið við undirbúningsstörf. Öflug fjáröflun var skipulögð og leitað nýrra leiða. Haldið var uppi áróðri og kynningu eins og kostur var. Staðið var að fræðsluþáttum í sjónvarpi og undirbúin merkjasala (græna greinin) um allt land. Stöð 2 hélt úti samfelldri dagskrá heilt kvöld í tengslum við sölu „grænu greinarinnar" sem mátti teljast hápunktur fjársöfnunarinnar. Þar kom við sögu fjöldi ntanns, sem studdi átakið bæði með orðum og gerðum og árangur varð ótrúlega góður. Það væri vissulega freistandi að telja upp nöfn allra sem lögðu hönd á plóginn en ég læt það ógert. Ég nefni þó Valdimar Jóhannesson starfsmann átaksins. Sala „grænu greinarinnar“ út af fyrir sig tókst bærilega - hefði þó mátt vera betri - en bragarbót er að við eigum nægar birgðir til að efna til sölu- dags á „grænni grein“ aftur að vori. Við höfum nú lært af reynslunni og vitum hvernig slík sala verður betur skipulögð. Það er vissulega ástæða til að taka það fram í tengslum við sölu á „grænu greininni“ að aðildar- félög Skógræktarfélags Islands brugðust alveg eins vel við því verkefni eins og öllum öðrum verkefnum sem þau hafa tekist á hendur í sam- bandi við landgræðsluskógaátakið 1990. Eins og áður sagði hefur fjáröflun gengið vel - undirtektir um fjárstuðning hafa verið góðar, málstaðurinn á greinilega hug og hjarta alls þorra landsmanna. Á öllum sviðum starfsins hefur verið lögð áhersla á hinar jákvæðu hliðar, - bjartsýni og 84 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.