Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 87
trúnaðartraust-ósérplægni og fagmennsku. Allt
þetta hefur verið efst á blaði - úrtöluraddir hafa
varla heyrst.
Skógrækt og gróðurefling virðist vera sameig-
inlegt áhuga- og hugsjónamál Islendinga.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri þ. 20. júlí
síðastliðinn var komin inn rúmlega 41 milljón
króna til landgræðsluskóga. Þar af eru gjafir 261/2
milljón. Hér er bæði um að ræða háar upphæðir
og smærri. Gefendur skipta hundruðum.
Allir eiga þeir mikið þakklæti skilið. Þeir eru
allir á skrá og þeirra verður minnst. En ég get
ekki látið hjá líða að nefna hér þá sem mest létu
af hendi rakna til átaksins: Eimskipafélag
Islands sem reið á vaðið með stórkostlega fjár-
upphæð, sem gerði okkur reyndar kleift að hefj-
Landgrœðsluskógaplöntum af bergfuru hlaðið á flutn-
ingabíl hjá Skógrœktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi.
Frá vinstri: Hallur Björgvinsson, sem skipulagði dreifingu
plantnanna fyrir átakið, Hólmfríður Geirsdóttir verk-
stjóri í gróðrarstöðinni, og Benedikt G. Blöndal, sem
flutti átaksplöntur vítt um landið. Mynd: Sig. Blöndal,
21-05-90.
Ung móðir, Lilja Gissurardóttir, gróðursetur í Lágafelli
í Mosfellssveit á fyrsta degi átaksplöntunar þar. Litlu
dœtur hennar, Vala (t.v.) og Áróra (t.h.) fylgjast með.
Mynd: Sig. Blöndal, 19-05-90.
ast handa, Landsvirkjun, Olís, Ljósmyndavörur-
Fuji-umboðið, Hitaveita Suðurnesja, Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins - þessum aðilum og
öllum öðrum færum við hjartanlegar þakkir l'yrir
stuðning.
Sala á „grænu greininni“ nam um 12milljónum
króna en endanlegt uppgjör liggur enn ekki fyrir.
Samkvæmt nýrri upplýsingum hafa innkomnar
tekjur hækkað um 2-3 milljónir síðan í júlí en fé
mun halda áfram að koma inn fram eftir hausti og
til áramóta, aðallega samkvæmt gefnum lof-
orðum og áheitum.
Gjöld voru samtals samkvæmt þessu bráða-
birgðauppgjöri 321/2 milljón. Stærstu gjaldalið-
irnir eru plöntukaupin að sjálfsögðu, um 20 millj-
ónir og til verktaka 4 milljónir. Plöntukaup til
gróðursetningar á árinu 1990 námu 14,8 millj-
ónum rúmlega en vegna plöntukaupa til gróður-
setningar árið 1991 er búið að greiða rúmlega
fimm og hálfa núlljón.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
85