Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 89

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 89
orðum um það starf sem unnið hefur verið á ykkar vegum og þeirra sem hafa gengið til liðs við málstaðinn. Samkvæmt samantekt úr svörum við ákveðn- um spurningum sem leitað var eftir kemur fram eindreginn vilji til áframhaldandi starfsemi átaksins á næsta ári (þessar upplýsingar liggja hér frammi). Þar kemur líka fram að skráðir sjálfboðaiiðar hafa orðið tæp 8 þúsund, gróðursetningin hefur gengið vel, plöntunum yfirleitt vegnað vel - og menn virðast almennt reiðubúnir að takast á við álíka verkefni á næsta ári. Þetta verður bara aldrei fullþakkað. Þessar undirtektir og þetta fórnfúsa starf á eftir að vekja athygli víðar en hér á íslandi. Og það er öllum þátttakendum til heiðurs og sóma. Mér finnst ástæða til að skjóta hér inn í nokkrum orðum um „Vinaskóginn" sérstaklega vegna þess að hann hefur nokkra sérstöðu gagn- vart gróðursetningarreitunum 74 sem eru víðs vegar um land. Allir eru þeir reitir með sínu sniði en eiga þó mest sameiginlegt. Vinaskógurinn hefur þó einna helst sín sérkenni. Hann er í Kárastaðalandi í Þingvallasveit og mun með tíð og tíma verða við væntanlegt inn- gangshlið í þjóðgarðinn á Þingvöllum. í þennan reit var efnt til gróðursetningar fyrir fé sem erlend sendiráð á íslandi hafa gefið til átaksins. Gjafir til hans nema nú 1,6 milljónum króna en til viðbótar kemur það fé sem safnast hefur í söfnunarbaukana sem komið var upp á þeim stöðum sem ferðamenn fara um þar sem þeir eru hvattir til að „leave a tree in Iceland“ (skilja eftir sig tré á íslandi). í þennan reit hafa einnig gróðursett og munu gróðursetja tré þjóðhöfðingjar sem hingað koma á vegum forseta okkar, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, og láta í ljós ósk um það, en forsetinn er eins og kunnugt er verndari átaksins og einn helsti stuðningsmaður skógræktar á íslandi. Þar verða einnig gróðursett tré sem fengin eru fyrir gjafir til hennar eða tengjast embætti forset- ans. Reiturinn er ekki ýkja stór enn, en þar eru stækkunarmöguleikar. Hann er girtur rafmagns- girðingu sem Kristinn Skæringsson skógarvörður á Suðvesturlandi hefur annast. Gróðursetning í reitinn hefur verið skipulögð af Félagi íslenskra landslagsarkitekta sem gaf þá vinnu. Þar hefur verið komið fyrir stöpli með nafninu „Vinaskóg- ur“ höggnu í steininn og stálplötum með áletrun gefenda og kveðjuorðum sem gjöfinni fylgja. Sextán plötur hafa þegar verið settar á stöpulinn - Mitterand Frakklandsforseti gróðursetti tré þar síðast í gær - og síðan verður haldið áfram - settur upp nýr stöpull þegar þessi er fullsetinn. Til þessa vinaskógar hafa þegar safnast um 2 milljónir og von á meiru. Þegar litið er yfir atburði þessa átaksárs er það sem upp úr stendur vitneskjan um það, hversu mikilvægur samtakamáttur félaganna er í raun. Þau eru að vísu mismunandi að gerð - mismun- andi á vegi stödd í sínu starfi í heimahéraði - en þau sem minna mega sín eiga eftir að eflast. Á því er enginn vafi. Vindar blása okkur öllum í hag. Á þessari stundu er þó það sem þyngst vegur vissan um að allir geri sér góða grein fyrir því afli sem felst í samstöðunni - að standa saman sem einn - að jákvæður hugsunarháttur sé efst á blaði - trúnaðartraust - bj artsýni - trú á gróðurmáttinn sem býr í íslenskum jarðvegi - að við færum okkur í nyt reynsluna - og viðhöfum fagleg vinnubrögð - að við tileinkum okkur nútímalegar aðferðir - skipuleggjum skógræktarstarfið til lengri tíma - gerum áætlanir til fleiri ára og stöndum við þær. Við sem hófum þetta átak í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands erum stolt af framlagi ykkar. Hvar og hvenær sem kallið kom voru félögin reiðubúin að láta hendur standa fram úr ermum. Mér er næst að halda að ræktunarstarfið setji sín merki á þá persónu sem við það fæst - eða er það á hinn bóginn - að tréð beri merki þess og eiginleika sem um það hirti - hvort heldur sem er - samspilið er gott - samspilið maður og tré. Greinargerð fluttá aðalfundi Skógrœktarfélags íslands á Flúðum 31. ágúst 1990. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.