Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 91
ANDRESARNALDS
Friðun Pórsmerkursvæðisins
Pann 26. apríl 1990 var undirritað samkomulag
milli Landgræðslu ríkisins og sveitarstjórnar
Vestur-Eyjafjallahrepps í Rangárvallasýslu um
að ekki verði rekið búfé á afrétti hreppsins,
a.m.k. næstu 10 árin. Með þessu samkomulagi
var þá lokaáfanga náð í beitarfriðun alls „Þórs-
merkursvæðisins“. Hér á eftir verður fjallað um
sögu þessara friðunaraðgerða, sem er orðin
alllöng, en af henni má draga ýmsan lærdóm.
Árni Einarsson í Múlakoti.
AFSAL BEITARRETTAR
OG UPPHAF FRIÐUNAR
Pórsmörk er ein af náttúruperlum íslands.
Fegurð hennar og seiðmagni er við brugðið. Á
ferðalögum, jafnt innanlands sem utan, hef ég
komið á fáa staði sem laða mig jafnmikið til sín og
Mörkin og aðliggjandi afréttir. Vinsældir svæðis-
ins aukast ár frá ári og fjöldi þeirra sem þangað
leggja leið sína skiptir orðið tugum þúsunda á ári
hverju.
Það eru án efa hinar miklu andstæður í litum og
landslagi sem gera Þórsmörk svo heillandi; gróð-
urvin, umlukt hvítum jöklum og svartri auðn. En
hver væri fegurð Þórsmerkur án birkisins og
hinnar gróðurfarslegu fjölbreytni sem Mörkin
býr yfir?
Oft hefur gróðri á Þórsmörk verið hætta búin,
einkum vegna skógarhöggs og beitar. Fé var haft
á útigangi í Þórsmörk og Goðalandi og skógarnir
voru mikið nytjaðir. Árið 1802 var t.d. svo komið
að Mörkin var orðin nær skóglaus vegna skógar-
höggs. Þá var því hætt um tíma og skógurinn óx
upp að nýju. Álag á landið var mikið og gróður-
og jarðvegseyðing héldu áfram að taka sinn toll.
Bændur í Fljótshlíö eiga helming Þórsmerkur,
hinn hlutann á kirkjan í Odda. í handriti að bók
sem ÞórðurTómasson hefursamið um Þórsmörk
kemur fram að fjallskil í Þórsmörk hafi ýmist
verið undir eftirliti Fljótshlíðarhrepps eða
hreppsnefndanna undir Vestur-Eyjafjöllum og
Fljótshlíð í félagi, allt eftir því hvor hreppurinn
hafði beitarítak Oddakirkju á leigu.
Upphafið að friðun Þórsmerkur má rekja til
þeirrar ungmennafélagshugsjónar aldamótaár-
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
89