Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 94

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 94
Tjaldgestir í Básum á Goðalandi sumarið 1940. Mynd: Aðalsteinn Símonarson. anna að „rækta nýjan skóg“ og setningu fyrstu laganna um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ árið 1907. í fyrstu grein þessara laga segir m.a. að „skógrækt skuli hefja með því markmiði að friða og bæta skóga þá og skógarleifar sem enn eru hér á landi“. Ári síðar tók A.F. Kofoed-Hansen við starfi skógræktarstjóra. Kofoed-Hansen fékk fljótt mikinn áhuga á l’órs- mörk og taldi brýnt að friða Mörkina með öllu fyrir beit. Vafalítið hefur Einar E. Sæmundsen einnig hvatt hann til þess, en hann fór sína fyrstu ferð í Þórsmörk sumarið 1909, árið áður en hann var skipaður fyrsti skógarvörður á Suðurlandi. Fylgdarmaður Einars í þeirri ferð var Árni Ein- arsson bóndi í Múlakoti, en hann var frá Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum og hafði farið ótal ferðir inn á Þórsmörk og Goðaland í smalamennskur á uppvaxtarárum sínum. Árni var einnig fylgdar- maður Kofoed-Hansens um þessar slóðir. Af þessum ferðum mun sú ósk hafa sprottið að geta friðað og varðveitt skóginn þar, sem þeir Einar og Kofoed-Hansen töldu í bráðri hættu. Þórður í Skógum rekur aðdraganda friðunar- innar ýtarlega í fyrrnefndu bókarhandriti sínu. Þar kemur m.a. fram að haustið 1918 hafi Kofoed- Hansen bent á það að vegna öskufalls úr Kötlu yfir Þórsmörk þá um haustið væri kjörið fyrir landstjórnina að freista þess að semj a við bændur um friðun og borga þeint bætur fyrir afnotamiss- inn. Enn fylgir hann málinu eftir með bréfi til Björgvins sýslumanns Vigfússonar á Efra-Hvoli, dags. 10. janúar 1920, og telur það verðugt verk- efni „að útvega landstjórninni umráð yfir Þórs- mörk og friða þar skóg“. Það kom í hlut Árna í Múlakoti að fá bændur í Fljótshlíð til að afhenda Skógrækt ríkisins þann beitarrétt sem þeir eða býli þeirra áttu í Þórs- mörk og heimila friðun. Árni ferðaðist bæ frá bæ til að safna undirskriftum, sem kostaði bæði þolin- mæði og mikla fyrirhöfn. I janúar 1920 var því verki lokið og er yfirlýsing bændanna á þessa leið: „Vér undirritaðir eigendur og ábúendur jarða í Fljótshlíð, er beitirjett eigum í Þórsmörk, lýsum hjermeð yfir því, að gefnu tilefni fyrir eigin hönd að við viljum endurgjaldslaust afstanda nefndan beitirjett, að því tilskyldu, að landstjórnin sjái sjer fært að girða skóginn í Þórsmörk með fjár- heldri girðingu fyrir almannafje og að skógræktar- stjórnin taki að sjer, þegar girðingin væri komin, að annast um smölun að haustlagi á því fje, sem kynni að smjúga, eftir því sem um semdist við hlutaðeigandi hreppa." Samsvarandi afsal á beitarrétti Oddakirkju í Þórsmörk undirritaði séra Erlendur Þórðarson, sóknarprestur í Odda, að Efra-Hvoli 4. maí 1920: „Sem umráðamaður hálfrar Þórsmarkar er liggur undir Oddakirkju, að því er beit snertir, lýsi jeg yfir því að einnig jeg fyrir mitt leyti vil gefa eftir beitarrjettinn í Þórsmörk er Odda- kirkju tilheyrir með sömu skilyrðum og Fljóts- hlíðingar, að öðru en því að jeg áskil prestakall- inu fullt endurgjald úr kirkjusjóði eða ríkissjóði samkv. þeim leigumála sem nú gildir milli mín og þess sem jeg hef leigt beitirjettinn.“ Árið 1924 var síðan hafist handa við að setja upp varnargirðingu meðfram Þórsmörk að norð- an. Friðun Þórsmerkur fyrir allri beit á sér því sjö áratuga langan aðdraganda. Beitarfriðun Þórsmerkur reyndist ófram- kvæmanleg nema með því að taka með Goðaland og smáafréttina Teigstungur, Múlatungur og Merkurtungur, sem eru milli Krossár og Eyja- 92 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.