Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 97
girðingu á milli Almenninga og Þórsmerkur væru
óraunhæfar sökum erfiðs girðingarstæðis og
kostnaðar.
Fleiri fundir voru haldnir, og urðu sumir
fjörugir, en raunhæfar tilraunir til að bægja sauð-
fénu frá Þórsmörk dagaði smám saman uppi.
Óánægjuraddir þeirra tugþúsunda ferðamanna
sem heimsóttu Þórsmörk árlega hljómuðu samt
ekki fyrir daufum eyrum.
NÝJAR SAMNINGAUMLEITANIR
Eitt fyrsta verkefnið sem landgræðslustjóri fól
mér, er ég kom til fullra starfa sem gróðurvernd-
arfulltrúi Landgræðslunnar í janúar 1985, var
friðun Þórsmerkur fyrir beit. Þá um sumarið fór
ég þrjár kynnisferðir um Þórsmörk og Almenn-
inga til að kynna mér ástand gróðurs, þar af tvær
í fylgd heimamanna. Meðal annars naut ég gest-
risni og góðrar leiðsagnar eftirleitarmanna í tvo
ógleymanlega daga. Einnig skoðaði ég heima-
lönd nokkurra jarða.
Þessar skoðunarferðir staðfestu það álit að
þörf væri skjótra úrbóta. Um 900 fullorðins fjár
hafði verið flutt á afrétt það ár. Ástand gróðurs
þar var slæmt þrátt fyrir þá staðreynd að hluti
fjárins hafði gengið á Goðalandi og Þórsmörk,
því landi sem átti að vera friðað. Þar sáust veru-
leg merki beitar á gróðri. I heimalöndum voru
mikil þrengsli í högum. Byggðin er þétt ogeins og
víðar á landinu gætti verulegs misræmis milli
landstærðar eða landgæða og bústærðar. I hreppn-
Áburði og grasfrœi sáð í rof á Almenningum. Mynd:
Davíð Pálsson.
Af Almenningum. Birkikjarr gegnl Einhyrningi. Mynd:
Andrés Arnalds, 30-09-85.
um voru þá alls um 7600 vetrarfóðraðs fjár, var
hreppurinn sá ellefti fjárflesti á landinu. Nokkrir
bændur töldu búskap sinn grundvallast á notkun
afréttanna vegna landþrengsla heima fyrir.
Mikillar óánægju gætti þó meðal margra í sveit-
inni með áframhaldandi afréttarnotkun, ekki síst
vegna þess að kostnaði við fjallskil var deilt á öll
býli sveitarinnar, en aðeins fáir voru í raun og
veru háðir því að nytja þessi hlunnindi. Þó lá Ijóst
fyrir að gera yrði ýmsar hliðarráðstafanir ef lokun
afréttarins ætti ekki að valda verulegri röskun í
hluta sveitarinnar.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
95