Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 105
skógarins byggist á sjálfsáningu, en í seinni tíð er
farið að skilja eftir belti af skógi með vissu milli-
bili til þess að tryggja, að upp vaxi nýr skógur. Þar
eð skógavegir eru fátíðir, er timbrið dregið út að
ánum og því fleytt til vinnslustöðva, sem byggðar
eru við árnar. Við sáum nokkrar slíkar við járn-
brautina milli Moskvu og Arkhangelsk.
Við spurðum auðvitað sérstaklega um lerkið.
Það er mismikið af því í hinurn einstöku sýslum
héraðsins. Þannig eru t.d. 8% lerkis af4millj. ha
skógar í Mezensýslu og í Pinégasýslu 1% af 1
millj. ha. Meðalhæð lerkiskógarins er 22-23 m og
meðalþvermál 22-23 cm. í Arkhangelskhéraði
öllu er viðarmagn lerkis á ha 122 m3, en í Pinéga-
sýslu 150 m3.
Lerki er formlega friðuð trj átegund í Arkhang-
elskhéraði (en geta má sér þess til, að nokkuð
hljóti að falla af því, er hinn blandaði skógur er
rjóðurfelldur). Það er líka lerkinu til hjálpar, að í
fleytingu sekkur meira af því en öðrum trjáteg-
undum, svo að fyrir bragðið er lítill áhugi á nýt-
ingu þess.
Af þessum sökum er fræsöfnun af lerki bundin
miklum erfiðleikum, þar eð heita má útilokað að
safna könglum af stórum lerkitrjám nema fella
þau. Greinar þess eru ákaflega stökkar, svo að
hættulegt er að klifra í lerkitré, auk þess sitja
könglarnir utarlega á greinunum. Engir frægarð-
ar eru til í héraðinu, svo að það litla, sem hægt er
að safna, er sótt í náttúrlegan skóg. Blómgun
lerkisins er oft lítil og fræþroski einnig. Þannig
eru heimildir fyrir því að ekki sé gott fræár á lerki
í Pinégasýslu nema á 7-8 ára fresti. Starfsmenn
skógarþjónustunnar töldu meginástæðuna fyrir
því vera vetrarunrhleypinga. Skýringin á því er
allflókin, en sænski trjáerfðafræðingurinn Gösta
Eriksson hefir hana. Frjómóðurfrumurnar eyði-
leggjast ef hitastig fer upp að eða upp fyrir 0°C á
vissum tíma vetrar, svo að fræið fæðist tómt. Er
þetta haft til marks um það, hversu mjög lerkið er
aðlagað meginlandsloftslagi. Auk þess er lerkið
fætt með þeim galla, að ekki er loftpoki í frjó-
kornunum, eins og hjá öðrum barrtrjám, svo að
frjókornin berast aðeins skamnra leið út frá móð-
urtrjánum og því verður mikið af tónru fræi.
Loks má geta þess, að svonefndur lerkivefari
(Tomeasianina sibirica Mamajev) sækir oft mjög í
Náttúrlegur blandskógur af skógarfuru og blæösp á
svæðinu, sem tilheyrir Norðlœga trjásafninu. Myndt
photo: S.BI.
Natural mixed-forest of Scots pine and trembling aspen
at the Northern Arboretum.
lerkifræið, svo að þess eru dæmi, að hún hafi
eyðilagt yfir 95% fræs í frægörðum.
Kjörland lerkisins kváðu gestgjafar okkar vera
kalkríkan jarðveg með góðri loftun og djúpri
grunnvatnsstöðu.
SKÓGRANNSÓKNASTOFNUNIN
Þetta er 30 ára gömul stofnun og henni er ætlað
að sjá um rannsóknir í héruðunum Arkhangelsk,
Vologda og Konri. Þetta eru 600 þús. km: skóg-
lendis, þar sem höggnir eru 400 þús. ha árlega.
Alls eru 8 deildir í stofnuninni. Meðal þeirra
eru þessar:
1. Skógvistfræði.
2. Skógrækt. Sú deild hefir á hendi skógvernd,
viðhald skógarins og grisjun.
3. Nýskógrækt. Hér undir fræframleiðsla og
plöntuuppeldi. Flatarhögg er mcginregla í
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS fSLANDS 1990
103