Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 107
Vladimir N. Nilov, forstöðumaður Norðlæga trjásafns-
ins hjá Arkhangelsk, hjá ungum lerkitrjám frá Plesetsk.
Myndlphoto: S. Bl.
Vladimir N. Nilov, curator of the Northern Arboretum
at Archangel, standing by a young larch from Plesetsk.
lerkitréð, sem við sáum, var ættað mjög norðar-
lega úr Komihéraði. Á þeim slóðum er lerkið
mjög lítilfjörlegt, af því að það vex við svo stutt
sumar og vetrarhörkur, en þetta tré var ákaflega
fallegt. Þetta styður þá hugmynd Milan Simaks,
að mjög væri áhugavert að fá fræ af lerki af allra
nyrstu slóðum þess til reynslu í Norður-Skandi-
navíu (og auðvitað á íslandi). Gallinn er bara sá,
að þar ber það sárasjaldan þroskað fræ og þetta
eru yfirleitt óbyggðir, sem erfitt er að komast til.
Á stórri mýri á svæði því, sem heyrir til trjá-
safninu, sáum við vænan teig af stafafuru, sem
vaxið hafði ágætlega. Nokkur áhugi virðist vera
hjá skógræktarmönnum þar eystra að reyna þessa
tegund. Til marks um það var, að með okkur í lest-
inni frá Moskvu var ungur skógvísindamaður frá
Skógtæknirannsóknastofnuninni í Moskvu, Juri
Drozdov að nafni, sem var að fara norður til Arkh-
angelsk til þess að athuga stafafurutilraunir.
JORNA
Flugferðin. Frá litlum flugvelli skammt utan
við Arkhangelsk, sem eingöngu er ætlaður þyrl-
um, er lagt af stað um kl. 10 f.h. í fyrri skógarferð
okkar. Fararstjóri er Alekseij Zavolzhin skóg-
ræktarstjóri og með honum er Boris Seméonov
sérfræðingur í skógvistfræði frá rannsókna-
stofnuninni. Farkosturinn er stór þyrla, sem
merkt er ríkisflugfélaginu Aeroflot, en skógar-
þjónustan hefir til ráðstöfunar. Á flugvellinum
standa margar þyrlur, sumar helmingi stærri en
okkar farkostur.
Ferðinni er heitið í norðaustur frá Arkhang-
elsk til staðar, sem heitir Jorna. Þarna eigum við
að fá að sjá langþráða sjón: Lerkiskóg. Flogið var
í 1-200 m hæð og ferðin tók um 45 mínútur. Bein
loftlína reynist vera á korti um 115 km.
Fyrst er flogið yfir óshólma Norður-Dvínu, þar
sem mikið athafnalíf sýndist vera og mannvirki.
Síðan tók við að því er virtist endalaus skógur og
engin mannabyggð. Fyrst er greniskógur (Picea
obovata Ledeb.) með ívafi af skógarfuru og
björk. Eftir stundarfjórðungs flug fórum við að
greina stöku lerkitré, sem skáru sig mjög frá
greninu og furunni vegna litar (ljósari) og lögun-
ar. Skógurinn virtist vaxa að hluta til á lágum
hæðadrögum, en á milli þeirra voru mýrasund og
mýraflákar. f þeim komu fram hin ótrúlegustu
mynstur, sem gátu minnt á afstraktmálverk með
fjölbreytilegu litaspili. Á hæstu ásunum glitti í
hreindýramosa, þar sem skógarfuran var drottn-
andi tegund. Við sáum lerkið þéttast smátt og
smátt eftir því sem lengra dró og á stöku stað var
eins og það myndaði nokkuð samfelldar eyjar í
skógarhafinu.
Jortut. Við komum nú yfir lítið stöðuvatn og
þar tekur þyrlan að lækka flugið. Á vatnsbakkan-
um er ferhyrndur skóglaus flötur sem ruddur
hefir verið sem lendingarstaður. Sjálfur þyrlu-
pallurinn er úr trjábolum, sem raðað hefir verið
saman á jörðina.
Vatnið heitir Jorna og rétt hjá pallinum
stendur lítill kofi á vatnsbakkanum. Þar fellur á
úr vatninu. Áin heitir líka Jorna. Þarna tóku á
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
105