Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 107

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 107
Vladimir N. Nilov, forstöðumaður Norðlæga trjásafns- ins hjá Arkhangelsk, hjá ungum lerkitrjám frá Plesetsk. Myndlphoto: S. Bl. Vladimir N. Nilov, curator of the Northern Arboretum at Archangel, standing by a young larch from Plesetsk. lerkitréð, sem við sáum, var ættað mjög norðar- lega úr Komihéraði. Á þeim slóðum er lerkið mjög lítilfjörlegt, af því að það vex við svo stutt sumar og vetrarhörkur, en þetta tré var ákaflega fallegt. Þetta styður þá hugmynd Milan Simaks, að mjög væri áhugavert að fá fræ af lerki af allra nyrstu slóðum þess til reynslu í Norður-Skandi- navíu (og auðvitað á íslandi). Gallinn er bara sá, að þar ber það sárasjaldan þroskað fræ og þetta eru yfirleitt óbyggðir, sem erfitt er að komast til. Á stórri mýri á svæði því, sem heyrir til trjá- safninu, sáum við vænan teig af stafafuru, sem vaxið hafði ágætlega. Nokkur áhugi virðist vera hjá skógræktarmönnum þar eystra að reyna þessa tegund. Til marks um það var, að með okkur í lest- inni frá Moskvu var ungur skógvísindamaður frá Skógtæknirannsóknastofnuninni í Moskvu, Juri Drozdov að nafni, sem var að fara norður til Arkh- angelsk til þess að athuga stafafurutilraunir. JORNA Flugferðin. Frá litlum flugvelli skammt utan við Arkhangelsk, sem eingöngu er ætlaður þyrl- um, er lagt af stað um kl. 10 f.h. í fyrri skógarferð okkar. Fararstjóri er Alekseij Zavolzhin skóg- ræktarstjóri og með honum er Boris Seméonov sérfræðingur í skógvistfræði frá rannsókna- stofnuninni. Farkosturinn er stór þyrla, sem merkt er ríkisflugfélaginu Aeroflot, en skógar- þjónustan hefir til ráðstöfunar. Á flugvellinum standa margar þyrlur, sumar helmingi stærri en okkar farkostur. Ferðinni er heitið í norðaustur frá Arkhang- elsk til staðar, sem heitir Jorna. Þarna eigum við að fá að sjá langþráða sjón: Lerkiskóg. Flogið var í 1-200 m hæð og ferðin tók um 45 mínútur. Bein loftlína reynist vera á korti um 115 km. Fyrst er flogið yfir óshólma Norður-Dvínu, þar sem mikið athafnalíf sýndist vera og mannvirki. Síðan tók við að því er virtist endalaus skógur og engin mannabyggð. Fyrst er greniskógur (Picea obovata Ledeb.) með ívafi af skógarfuru og björk. Eftir stundarfjórðungs flug fórum við að greina stöku lerkitré, sem skáru sig mjög frá greninu og furunni vegna litar (ljósari) og lögun- ar. Skógurinn virtist vaxa að hluta til á lágum hæðadrögum, en á milli þeirra voru mýrasund og mýraflákar. f þeim komu fram hin ótrúlegustu mynstur, sem gátu minnt á afstraktmálverk með fjölbreytilegu litaspili. Á hæstu ásunum glitti í hreindýramosa, þar sem skógarfuran var drottn- andi tegund. Við sáum lerkið þéttast smátt og smátt eftir því sem lengra dró og á stöku stað var eins og það myndaði nokkuð samfelldar eyjar í skógarhafinu. Jortut. Við komum nú yfir lítið stöðuvatn og þar tekur þyrlan að lækka flugið. Á vatnsbakkan- um er ferhyrndur skóglaus flötur sem ruddur hefir verið sem lendingarstaður. Sjálfur þyrlu- pallurinn er úr trjábolum, sem raðað hefir verið saman á jörðina. Vatnið heitir Jorna og rétt hjá pallinum stendur lítill kofi á vatnsbakkanum. Þar fellur á úr vatninu. Áin heitir líka Jorna. Þarna tóku á ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.