Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 109
Seméonov heldur hendinni við stóran fúasvepp á gömlu
lerkitré. Bak við hann er skógarfurutré. Heimamenn
horfa á. Mynd/photo: S. Bl.
Mr. Semeonov points to the fruit of a large bracket
fungus. Scots pine in the background.
Sigurður steridur hjá „langalangalangafa" á sléttunni
niður með Jornaá. Myndlphoto: AS.
Sigurður Blöndal stands by an ancient larch survivor on
the flats by Jorna River.
kennilegan farkost: Tveir mjóir árabátar bundnir
saman hlið við hlið. Þeir kalla þetta „piroga“.
Ferðinni var heitið meðfram vatnsbakkanum
hálfan hring. Með þessu gafst okkur ákaflega góð
sýn að sjá skóginn fyrir trjánum. Arnór lýsti því,
sem nú ber fyrir augu, svona nokkurn veginn á
eftirfarandi hátt fyrir upptökutækinu sínu, en á
meðan kepptist Sigurður við að taka myndir:
„Við erum nú komnir á bát á vatninu og
horfum inn í blandaðan skóg furu og lerkis. Lerki-
trén eru mjög gömul, um 20 m há. Þetta er mjög
tilkomumikiil skógur. Lerkið er yfirleitt beinvax-
ið, en maður sér einstaka tré, sem eru skökk eða
hafa hálfvegis oltið. Græn króna er ekki nema um
fjórðungur af hæð trésins og hæstu trén gætu
verið um 25 m. Við sjáum nú stofna á trjám, sem
greinilega eru sviðnir af skógareldi. Leiðsögu-
menn okkar benda á, að lerkið þoli mjög vel
skógareld (börkurinn er svo þykkur) og þá standa
þau stök eftir, en ungskógur af birki sprettur upp
eftir brunann.
Það er mjög mikið af könglum á lerkinu hér og
maður sér þá eins og ljósa depla í barrinu.
Félagar okkar segja, að líklega verði þetta gott
fræár.
Við siglum nú fram hjá furuholti. Það er ekki
mikið af lerki hér, einstaka lerkitré, sem standa
við ströndina, en hérna á þessu þurra holti með
rauðberjaiyngi (Vaccirtium vitis-idea L.) í sverð-
inum virðist furan vera algerlega drottnandi. Fiér
hafa skógræktarmennirnir sömu skoðun og við á
því, hvaða land skuli valið fyrir terki: Þeir velja
frjósaman jarðveg með ferskum raka, eins og
fræðingar um lerki í Skandinavíu hafa haldið
fram til þessa. í þurrasta jarðveginum virðist
furan algerlega hafa yfirhöndina. Flér getur
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
107