Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 111

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Side 111
Stór lerkitré skaga upp úr blandskógi af skógarfuru og björk á hœðinni, þar sem einna mest var af lerkinu. Myndlphoto: S. Bl. Tall larch trees stand up above the canopy in a mixed forest of birch and pine on a ridge which contains a larger proportion of larch than usual. runnalagið með reynivið (Sorbus aucuparia L.), eini (Juniperus communis L.) og einhverri rósar- tegund, sem ég þekki ekki. Annars er jurtagróð- urinn eins og heima. Við stöndum hérna hjá dauðu tré, sem hefir brotnað fyrir löngu og út úr brotsárinu vex stærðar fúasveppur, sem þeir segja okkur að hafi gert út af við tréð... Hér stöndum við hjá nokkrum risum og eitt hæsta tréð er sennilega um 25 m hátt. Það er mikið af könglum á þessum trjám. Þeir telja, að þau elstu geti verið um 300 ára gömul... Það er mjög furðulegt, að hérna í skógarbotninum sést ekki eitt einasta ungt lerkitré, bara þessir gömlu risar, sem sumir eru fallnir. í námunda við toppinn eru flest trén ntjög bogin og dálítið vindsorfin. Okkur var líka sagt, að hér gætu vetrarstormar geisað með 60 m hraða á sekúndu... Eins og víðast ann- ars staðar á þessari leið okkar, eru krónurnar á lerkitrjánum ekki stórar, oftast fjórðungur af lengd stofnsins. Okkur er sagt, að þessi skógur verði ekki höggv- inn, af því að svo stutt er til túndrunnar (60 km!) og hann skýli fyrir norðanvindunum." Niður með Jornaá. Að lokinni bátsferð gengum við niöur með ánni, þar sem skógurinn vex á sléttu landi. Við göngum yfir svæðið, sem rutt var fyrir þyrlulendinguna. Þarna liggja bolir af risastórum trjám eins og hráviði, sem ekkert bíður annað en hverfa aftur til moldarinnar. Hér er nefnilega ekkert skógarhögg, enda óraleið frá mannabyggðum. Hér sjáum við því frumskóg, sem einungis verður fúasveppum, skógareldi og vetrarstormum að bráð. En áþessumóendanlegu víðáttum eru óheyrilegar birgðir af kjörviði, sem er langtum betri vara en viður úr ræktuðum skógi. Gera þyrfti skógarvegakerfi, ef ætti að nýta hann, eins og raunin hefir orðið í Skandi- navíu. Hér á sléttunni meðfram Jornaá er blandaður skógur, svipaður og við lýstum meðfram vatninu. Mest stór fura og dreifð gríðarstór lerkitré. Dálítið af ungu greni ogbjörk. Björkin er yfirleitt lágvaxin og er nokkurs konar lágskógur milli barrtrjánna. Svarðgróðurinn mest aðalbláber, en lítið af tvíkímblaða jurtum. Skógareldur óð hér yfir fyrir 120 árum og stóðu víða brunastúfar af furu. Lerkitrén eru flest gömul og tekin að þorna og mörg fallin. Dæmi- gerður frumskógur. í þessum skógi fundum við stærsta lerkitréð í ferðinni, eða langalangalangaafa, eins og einn skógarmaðurinn kallaði það: Þeir giska á, að það sé 350-400 ára gamalt og nálgast sennilega 30 m hæð. Við fundum tvær metraháar plöntur af lerki, ósköp vesaldarlegar, en ef betur var að gáð, sáust smáplöntur af lerki í skógarsverðinum. Þeim líður auðvitað illa í svona skuggsælum skógi, því að lerkið er Ijóskært tré. En þau eiga eftir að leiða kynstofninn áfram. Boris Seméonov á bátnum ogþyrlan okkar á vatnsbakk- anum. Mynd/photo: S. Bl. Mr. Boris Semeonov on the boat. Helicopter on the nearby shore. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.