Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 120
Punktallnan á kortinu markar útbreiðslu rússalerkis. Líka eru sýndir þar staðirnir, þaðan sem við höfum fengið fræ
úr Arkhangelskhéraði. Eftir Simak.
The dotted-line shows the range of Sukachev larch . Sites from which we have received larch seed in Archangel District
are also shown. From Simak.
Annað varð líka til þess að auka áhuga
íslenskra lerkiræktenda á því að komast til þessa
fyrirheitna lands.
Það hafði nefnilega gerst, að frá og með árinu
1970 reyndist nær ógerlegt að fá frá Sovétríkj-
unum lerkifræ úr Arkhangelskhéraði, þótt mikið
væri eftir því leitað af hálfu Skógræktar ríkisins.
Var því ástæða til að reyna að komast að því,
hvernig á þessu stæði.
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins hefir tekið
saman yfirlit um allt lerkifræ, sem borist hefir til
íslands frá Arkhangelskhéraði (tafla 1). Þarna
sést, að frá 1969 til 1990 komu aðeins 10 kg árið
1984. Þetta var 15 ára gamalt fræ, sem safnað
hafði verið 1969.
Hins vegar voru engin vandkvæði á að fá frá
Sovétríkjunum fræ af síberíulerki, einkanlega úr
Altaihéraði, enda kom hingað verulegt magn af
því, en það er önnur saga. Einnig skal þess getið,
að nokkurt magn af rússalerkifræi hefir borist frá
svæðum utan Arkhangelskhéraðs, einkum frá
Úralfjöllum.
Alls hafa 119,01 kg lerkifræs frá Arkhangelsk-
héraði borist á tímabilinu 1933-1984, en fræinu,
sem barst 1990, verður væntanlega sáð næstu ár,
ef ekki fæst strax meira fræ þaðan.
118
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990