Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 130
MINNING
Erlingur Jóhannsson
2. nóv. 1903-27. júní 1990
Með Erlingi Jóhannssyni fyrrverandi bónda og
skógarverði í Asbyrgi er genginn góður fulltrúi
þeirrar kynslóðar, sem trúði á ræktun lýðs og
lands og lifði vorið í þjóðlífi okkar, vermd af hug-
sjónum ungmennafélags- og samvinnuhreyfing-
anna.
Hann fæddist í Arnanesi, einum ysta bænum í
Kelduneshreppi. Par er víðlendi við opið haf.
Þaðan sér til fagurra fjalla í austri og vestri, og
„fjarlægu heiðanna mjúka mynd“ er við sjón-
deildarhringinn í suðri.
Þar voru grösugar engjar en hluti af lífsviður-
værinu var sóttur til sjávar eða í vötn og lón með
veiðum á fiski, fuglum og sel.
Foreldrar Erlings, hjónin Sigurveig Árnadóttir
og Jóhann Jóhannsson, bjuggu í Arnanesi frá
1890-1928. Hann og Björn tvíburabróðir hans
voru yngstir af fimm systkinum.
Erlingur fór að Hvanneyri til náms haustið
1924 og lauk þaðan prófi vorið 1926. Hvanneyr-
ardvölin var honum ætíð mjög kær og taldi hann
sig hafa sótt mikið þangað til ágætra kennara og
skólastjóra og þegið af þeim bæði lærdóm og
þroska.
Eftir það lá leiðin aftur heim til búskaparins í
Arnanesi.
Árið 1934 gekk hann að eiga Sigrúnu Baldvins-
dóttur frá Ófeigsstöðum í Kaldakinn, og varð
þeim fjögurra barna auðið. Þau hófu búskapinn á
Meiðavöllum, bænum sem stendur hátt á vestur-
bakka Ásbyrgis með skógi vaxna heiðina að baki.
Þar voru þau í tvö ár í sambýli við Árna, elsta
bróður Erlings. Eftir það bjuggu þau önnurtvö ár
í Arnanesi á móti Gunnari bróður Erlings, að þau
flytjast ásamt Birni og móður þeirra bræðra í
Ásbyrgi 1938. Jörðin hafði þá verið í eigu Skóg-
ræktar ríkisins um skeið. Ásbyrgi var og er Iítil
jörð og liggur land hennar nær allt inn eftir Byrg-
inu austan Eyjunnar. Mest af því var nú friðað
eins og síðar verður vikið að og skerti það mjög
framfærslumöguleika af búskap.
Engu að síður farnaðist Erlingi og fólki hans
einkar vel. Ræktuð voru allvíðlend tún í góðu
skjóli inn með Byrgisveggjum og þannig var búið
af stakri snyrtimennsku, forsjálni og natni með
alla hluti, að til fyrirmyndar mátti telja.
Erlingur var, á meðan hann enn átti heima í
Arnanesi, fenginn til að sjá um girðingar og sán-
ingar fyrir Sandgræðslu ríkisins. Þau störf hafði
hann með höndum til ársins 1947. Á þeim árum
var m.a. hafin glíman við að græða hina miklu
sanda og aura sem Jökulsárhlaup höfðu myndað
vestan ár og náðu frá sjó og að mynni Jökulsár-
gljúfra og Ásbyrgis.
Það land er nú nær allt gróið og birki og víðir
128
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990