Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 145

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 145
næstum alveg út undan þar sem lítið seldist af pokum vegna fámennis, en væri aftur tiltölulega mikið af eyðimörkum til þess að rækta. í þessu efni ætti að líta á allt landið sem eina heild og dreifa því sem inn kemur eftir þörfum landsins en ekki eftir mannfjölda í hverju héraði. Guðmundur Porsteinsson telur að kominn sé tími til að skógræktarfélögin ígrundi tilgang sinnar skógræktar og marki ákveðna stefnu. Uti- vistarskógar verða sjálfsagt oftast efst á blaði. Góð dæmi eru Kjarnaskógur á Akureyri og Heið- mörk í Reykjavík. Með slíkri stefnumótun er auðveldara að ná samvinnu við sveitarfélögin og bæjarstjórnir og fá þessa aðila til liðs t. d. í formi unglingavinnu í þágu skógræktar. Pá voru skýrsla og reikningar félagsins bornir undir atkvæði og voru þeir samþykktir sam- hljóða. Kl. 20.30 hófst kvöldfundur. Framkvæmdanefnd annaðist kynningardag- skrá vegna landgræðsluskóga 1990. Lára Odds- dóttir stjórnaði fundi. Hulda Valtýsdóttir, formaður félagsins, tók fyrst til máls og kynnti fyrirhugað átak. Segja má að stefnan sé orðin nokkuð fastmótuð, og ráðgert stærsta átaksverkefni í skógrækt til þessa, það takmark að stöðva landeyðingu og snúa vörn í sókn. Samningar hafa verið gerðir við 20 garð- yrkjubændur og Skógræktarfélag Reykjavíkur um að framleiða eina og hálfa milljón trjáplantna vegna þessa átaks. Kynningarfundir hafa verið haldnir. Fjölmiðlafólk hefur sýnt áhuga, og hefur þegar gróðursett í svonefndan Fjölmiðlalund. Valdimar Jóhannesson, starfsmaður nefndar- innar, stóð fyrir gerð kynningarmyndar um efnið fyrir Sjónvarpið. Hefur sú mynd þegar verið sýnd og þótti heppnast vel. Fyrirhugað er að gera kynningarmynd um framkvæmd ræktunarinnar, og ennfremur er ráð- gert átak í söfnun birkifræs í haust. Beint hefur verið til aðildarfélaganna að afla búfjáráburðar vegna átaksins. Gefinn hefur verið út leiðbein- ingabæklingur um framkvæmd gróðursetningar. Hulda bað aðildarfélögin að hlífast ekki við að hafa samband við höfuðstöðvarnar á Ránargötu 18, til að leita ráða og aðstoðar. Allar klær verða hafðar úti til fj áröflunar vegna Fundarmenn í skógi Skógrœktarfélags ísafjarðar ofan kaupstaðarins. Mynd: Sig. Blöndal. verkefnisins, t.d. hafa víða verið settir upp söfnunarkassar á flugvöllum og hótelum. Vonandi verður starfið 1990 aðeins upphafið að þróttmiklu og víðtæku framtíðarstarfi í land- græðslu og skógrækt. Sveinbjörn Dagfinnsson flutti erindi um bú- fjárvörslu og gróðurvernd. í ræðu hans kom fram að umræða um gróður og gróðurvernd er gömul í landinu, og að mikill ágreiningur hefur verið um þetta efni. Ýmsir, t.d. Hákon heitinn Bjarnason, hafa talið að þyngst vegi landeyðing af völdum beitar. En Hákon benti einnig á að þessum þætti mætti breyta. Prátt fyrir þá þekkingu sem aflað hefur verið deila menn enn um orsakir gróðureyðingar, en ekkert réttlætir rányrkju á okkar dögum. Brýnasta verkefnið í dag er varsla búfjár og friðun skógarleifa. Ákvæði í lögum um vörslu búfjár eru af mjög skornum skammti. Sveitar- stjórnir geta bannað búfjárhald í bæjum og lausa- göngu hrossa í afréttum. Ýmis frumvörp hafa verið lögð fram um efnið og ályktanir gerðar um takmörkun á lausagöngu, en fátt af því náð fram að ganga enn sem komið er. Ekki er enn séð fyrir endann á hvað verður í búskap á Suðurnesjum, þar sem aðeins eru tveir bændur. Sveitarstjórn- um er heimilt að setja reglur um lausagöngu bú- fjár, en þær eru yfirleitt tregar til þess. Svein- björn benti á að varsla búfjár væri stórmál fyrir umferðaröryggi á vegum, og tími til kominn að Skógræktarfélag íslands láti þessi mál til sín taka. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 143
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.