Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Page 145
næstum alveg út undan þar sem lítið seldist af
pokum vegna fámennis, en væri aftur tiltölulega
mikið af eyðimörkum til þess að rækta. í þessu
efni ætti að líta á allt landið sem eina heild og
dreifa því sem inn kemur eftir þörfum landsins en
ekki eftir mannfjölda í hverju héraði.
Guðmundur Porsteinsson telur að kominn sé
tími til að skógræktarfélögin ígrundi tilgang
sinnar skógræktar og marki ákveðna stefnu. Uti-
vistarskógar verða sjálfsagt oftast efst á blaði.
Góð dæmi eru Kjarnaskógur á Akureyri og Heið-
mörk í Reykjavík. Með slíkri stefnumótun er
auðveldara að ná samvinnu við sveitarfélögin og
bæjarstjórnir og fá þessa aðila til liðs t. d. í formi
unglingavinnu í þágu skógræktar.
Pá voru skýrsla og reikningar félagsins bornir
undir atkvæði og voru þeir samþykktir sam-
hljóða.
Kl. 20.30 hófst kvöldfundur.
Framkvæmdanefnd annaðist kynningardag-
skrá vegna landgræðsluskóga 1990. Lára Odds-
dóttir stjórnaði fundi.
Hulda Valtýsdóttir, formaður félagsins, tók
fyrst til máls og kynnti fyrirhugað átak. Segja má
að stefnan sé orðin nokkuð fastmótuð, og ráðgert
stærsta átaksverkefni í skógrækt til þessa, það
takmark að stöðva landeyðingu og snúa vörn í
sókn. Samningar hafa verið gerðir við 20 garð-
yrkjubændur og Skógræktarfélag Reykjavíkur
um að framleiða eina og hálfa milljón trjáplantna
vegna þessa átaks. Kynningarfundir hafa verið
haldnir. Fjölmiðlafólk hefur sýnt áhuga, og hefur
þegar gróðursett í svonefndan Fjölmiðlalund.
Valdimar Jóhannesson, starfsmaður nefndar-
innar, stóð fyrir gerð kynningarmyndar um efnið
fyrir Sjónvarpið. Hefur sú mynd þegar verið sýnd
og þótti heppnast vel.
Fyrirhugað er að gera kynningarmynd um
framkvæmd ræktunarinnar, og ennfremur er ráð-
gert átak í söfnun birkifræs í haust. Beint hefur
verið til aðildarfélaganna að afla búfjáráburðar
vegna átaksins. Gefinn hefur verið út leiðbein-
ingabæklingur um framkvæmd gróðursetningar.
Hulda bað aðildarfélögin að hlífast ekki við að
hafa samband við höfuðstöðvarnar á Ránargötu
18, til að leita ráða og aðstoðar.
Allar klær verða hafðar úti til fj áröflunar vegna
Fundarmenn í skógi Skógrœktarfélags ísafjarðar ofan
kaupstaðarins. Mynd: Sig. Blöndal.
verkefnisins, t.d. hafa víða verið settir upp
söfnunarkassar á flugvöllum og hótelum.
Vonandi verður starfið 1990 aðeins upphafið
að þróttmiklu og víðtæku framtíðarstarfi í land-
græðslu og skógrækt.
Sveinbjörn Dagfinnsson flutti erindi um bú-
fjárvörslu og gróðurvernd.
í ræðu hans kom fram að umræða um gróður
og gróðurvernd er gömul í landinu, og að mikill
ágreiningur hefur verið um þetta efni. Ýmsir,
t.d. Hákon heitinn Bjarnason, hafa talið að
þyngst vegi landeyðing af völdum beitar. En
Hákon benti einnig á að þessum þætti mætti
breyta. Prátt fyrir þá þekkingu sem aflað hefur
verið deila menn enn um orsakir gróðureyðingar,
en ekkert réttlætir rányrkju á okkar dögum.
Brýnasta verkefnið í dag er varsla búfjár og
friðun skógarleifa. Ákvæði í lögum um vörslu
búfjár eru af mjög skornum skammti. Sveitar-
stjórnir geta bannað búfjárhald í bæjum og lausa-
göngu hrossa í afréttum. Ýmis frumvörp hafa
verið lögð fram um efnið og ályktanir gerðar um
takmörkun á lausagöngu, en fátt af því náð fram
að ganga enn sem komið er. Ekki er enn séð fyrir
endann á hvað verður í búskap á Suðurnesjum,
þar sem aðeins eru tveir bændur. Sveitarstjórn-
um er heimilt að setja reglur um lausagöngu bú-
fjár, en þær eru yfirleitt tregar til þess. Svein-
björn benti á að varsla búfjár væri stórmál fyrir
umferðaröryggi á vegum, og tími til kominn að
Skógræktarfélag íslands láti þessi mál til sín taka.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
143