Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 149

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 149
verði tekin upp sem fastur liður í námi búfræð- inga. í>á telur fundurinn nauðsynlegt að bændum verði hið fyrsta boðið upp á starfsmenntunar- námskeið í skógrækt. Jón Bjarnason tók til máls um tillöguna og kvaðst fagna ályktun í þessa átt, fræðsla sem væri að verða og orðin undirstaða í heilli atvinnu- grein. Námskeið hafa verið haldin í búnaðar- skólunum en aukin fræðsla í greininni nauðsyn- leg og sjálfsögð. Samþykkt samhljóða. 7. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands vekur athygli á að vegna aukins og aimennari áhuga á trjárækt og skógrækt og þess hve almennt það er orðið að fólk eigi sinn garð eða reit, er full ástæða til að vekja athygli á trjáplöntum sem vinar- gjöfum við hvers konar stærri eða smærri tæki- færi. Því beinir fundurinn þeirri hugmynd til skógræktarfélaga að bjóða til sölu gjafakort sem ávísanir á trjáplöntur. Með því fyrirkomulagi mætti gefa trjáplöntur í jólagjafir og stærri eða minni tré í afmælisgjafir eða aðrar tækifærisgjafir óháð þvi hvenær ársins merkisatburðir eiga sér stað. Samþykkt samhljóða. 8. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands á Isafirði 25.-27. ágúst 1989 skorar á dómsmálaráðuneytið að kynna sérstaklega fyrir löggæslunni í landinu og umráðamönnum lands gildandi lög um sinu- bruna og fylgja þeim eftir. Samþykkt samhljóða. 9. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1989 telur brýnt að auka almenna fræðslu um trjá- og skógrækt og önnur umhverfismál. Slíka fræðslu þarf að gera að skyldunámsgrein í grunnskólum. Samþykkt samhljóða. II TILLÖGUR FRÁ ALLSHERJARNEFND 1. Aðalfundur Skógræktarfélags fslands á ísafirði 25.-27. ágúst 1989 samþykkir að Skógræktarfé- lag íslands sjái um að skógræktarfélögin geti fengið skráningarspjöld og forrit til plöntuskrán- ingar í skógræktarlöndum. Æskileg stærð spjald- anna sé A5. Mundi þetta verða til hagræðingar fyrir skógræktarfélögin hvort sem þau tölvuvæð- ast eða ekki. Þessi gögn hafa verið unnin á Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá af Arnóri Snorrasyni. Samþykkt samhljóða. 2. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn á ísafirði dagana 25.-27. ágúst 1989, samþykkir að Skógræktarfélag íslands vinni að gerð atriða- skrár og leiðbeininga, sem skógræktarfélögin geti notað við gerð samninga um lönd til skógræktar. Þessu verki skal lokið fyrir aðalfund árið 1990. Samþykkt samhljóða. 3. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn á ísafirði 25.-27. ágúst 1989, skorar á stjórnvöld að styðja með verulegu framlagi átak í uppgræðslu landgræðsluskóga árið 1990 á fjárlögum næsta árs. Átakið var ákveðið í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Islands í samvinnu við Skóg- rækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Landbún- aðarráðuneytið og undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. Af þessu tilefni er hæstvirt ríkisstjórn minnt á ákvæði í kafla um umhverfismál í málefnasamn- ingi hennar þar sem segir: „Samvinna hins opinbera, einstaklinga og frjálsra samtaka um skógrækt og landgræðslu verði efld. Ríkissjóður mun leggjafram fjármagn til sérstaks skógræktarátaks næstu þrjú árin og mun helmingur fjárins renna til skógræktarfé- laga“. Samþykkt samhljóða. 4. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1989 beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að Reykjanesskagi verði með lögum friðaður fyrir lausagöngu búfjár. Samþykkt samhljóða. 5. Þessi tillaga allsherjarnefndar er hér fremst í röð (lagabreyting), á bls. 145. ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.