Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 149
verði tekin upp sem fastur liður í námi búfræð-
inga. í>á telur fundurinn nauðsynlegt að bændum
verði hið fyrsta boðið upp á starfsmenntunar-
námskeið í skógrækt.
Jón Bjarnason tók til máls um tillöguna og
kvaðst fagna ályktun í þessa átt, fræðsla sem væri
að verða og orðin undirstaða í heilli atvinnu-
grein. Námskeið hafa verið haldin í búnaðar-
skólunum en aukin fræðsla í greininni nauðsyn-
leg og sjálfsögð. Samþykkt samhljóða.
7.
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands vekur
athygli á að vegna aukins og aimennari áhuga á
trjárækt og skógrækt og þess hve almennt það er
orðið að fólk eigi sinn garð eða reit, er full ástæða
til að vekja athygli á trjáplöntum sem vinar-
gjöfum við hvers konar stærri eða smærri tæki-
færi. Því beinir fundurinn þeirri hugmynd til
skógræktarfélaga að bjóða til sölu gjafakort sem
ávísanir á trjáplöntur. Með því fyrirkomulagi
mætti gefa trjáplöntur í jólagjafir og stærri eða
minni tré í afmælisgjafir eða aðrar tækifærisgjafir
óháð þvi hvenær ársins merkisatburðir eiga sér
stað. Samþykkt samhljóða.
8.
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands á Isafirði
25.-27. ágúst 1989 skorar á dómsmálaráðuneytið
að kynna sérstaklega fyrir löggæslunni í landinu
og umráðamönnum lands gildandi lög um sinu-
bruna og fylgja þeim eftir. Samþykkt samhljóða.
9.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1989
telur brýnt að auka almenna fræðslu um trjá- og
skógrækt og önnur umhverfismál. Slíka fræðslu
þarf að gera að skyldunámsgrein í grunnskólum.
Samþykkt samhljóða.
II
TILLÖGUR FRÁ ALLSHERJARNEFND
1.
Aðalfundur Skógræktarfélags fslands á ísafirði
25.-27. ágúst 1989 samþykkir að Skógræktarfé-
lag íslands sjái um að skógræktarfélögin geti
fengið skráningarspjöld og forrit til plöntuskrán-
ingar í skógræktarlöndum. Æskileg stærð spjald-
anna sé A5. Mundi þetta verða til hagræðingar
fyrir skógræktarfélögin hvort sem þau tölvuvæð-
ast eða ekki. Þessi gögn hafa verið unnin á Rann-
sóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá af
Arnóri Snorrasyni. Samþykkt samhljóða.
2.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
á ísafirði dagana 25.-27. ágúst 1989, samþykkir
að Skógræktarfélag íslands vinni að gerð atriða-
skrár og leiðbeininga, sem skógræktarfélögin geti
notað við gerð samninga um lönd til skógræktar.
Þessu verki skal lokið fyrir aðalfund árið 1990.
Samþykkt samhljóða.
3.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn
á ísafirði 25.-27. ágúst 1989, skorar á stjórnvöld
að styðja með verulegu framlagi átak í uppgræðslu
landgræðsluskóga árið 1990 á fjárlögum næsta
árs. Átakið var ákveðið í tilefni 60 ára afmælis
Skógræktarfélags Islands í samvinnu við Skóg-
rækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Landbún-
aðarráðuneytið og undirbúningur hefur staðið í
rúmt ár.
Af þessu tilefni er hæstvirt ríkisstjórn minnt á
ákvæði í kafla um umhverfismál í málefnasamn-
ingi hennar þar sem segir:
„Samvinna hins opinbera, einstaklinga og
frjálsra samtaka um skógrækt og landgræðslu
verði efld. Ríkissjóður mun leggjafram fjármagn
til sérstaks skógræktarátaks næstu þrjú árin og
mun helmingur fjárins renna til skógræktarfé-
laga“. Samþykkt samhljóða.
4.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1989
beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að
Reykjanesskagi verði með lögum friðaður fyrir
lausagöngu búfjár. Samþykkt samhljóða.
5.
Þessi tillaga allsherjarnefndar er hér fremst í
röð (lagabreyting), á bls. 145.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
147