Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Síða 150
6.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1989
beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis að
það verndi með lögum frekar en nú er, rétt þeirra
sem vinna að skipulagðri gróðurvernd, uppgræðslu
og skógrækt gegn ágangi vörslulauss búfjár. Til-
lagan var samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri Kjartan Ólafsson þakkaði þing-
nefndum vel unnin störf.
Hulda Valtýsdóttir bauð velkomna á fundinn
tvo sænska gesti, Ulf Helldal upplýsingafulltrúa
Skógræktarfélags Svíþjóðar, og Stina Liljas, rit-
stjóra málgagns sænsku ríkisskóganna.
Tóku fundarmenn undir það með lófaklappi.
Úr aðalstjórn eiga að ganga Baldur Helgason
og Sveinbjörn Dagfinnsson.
Þeir voru báðir endurkjörnir, Baldur með 36
atkv. og Sveinbjörn með 43 atkv.
Næst fór fram kjör þriggja manna í varastjórn.
í varastjórn voru Ólafía Jakobsdóttir, Sigurður
Ágústsson og Jón Bjarnason. Þau voru öll endur-
kjörin, Jón með 42 atkv., Ólafía með 41 atkv. og
Sigurður með 21 atkv.
Endurskoðendur voru Jóhannes Helgason og
Björn Ófeigsson. Þeir voru endurkjörnir með
lófaklappi.
Ólafur Sigurðsson og Hólmfríður Finnboga-
dóttir voru kjörin varaendurskoðendur með lófa-
klappi.
Magdalena Sigurðardóttir þakkaði mönnum
komuna til ísafjarðar og plöntur sem Skógrækt-
arfélag Islands færði þeim að gjöf, og óskaði
mönnum blessunar í framtíðinni.
Hulda Valtýsdóttir þakkaði Magdalenu og
öðrum forráðamönnum Skógræktarfélags ísa-
fjarðar frábærar móttökur og skipulagningu.
Bauð nýkjörna stjórnarmenn velkomna til
áframhaldandi starfa. Hulda taldi tímabært að
halda fulltrúafund fljótlega eftir áramótin. Hún
þakkaði síðan fundarmönnum góða fundarsetu.
Þar með lauk formlegum fundarstörfum. For-
maður mun slíta 59. fundi Skógræktarfélags
íslands í kvöldhófi á vegum Skógræktarfélags
Isafjarðar í kvöld.
Eftir hádegi á laugardag var farið í skoðunar-
ferð í Tungudal og skoðaðir skógræktarreitir
Skógræktarfélags ísafjarðar og síðan á Bolafjall
og til Skálavíkur.
Um kvöldið var kvöldverður og kvöldvaka á
vegum Skógræktarfélags ísafjarðar. Þarsleitfor-
maður, Hulda Valtýsdóttir, fundinum og til-
kynnti um leið, að hjónin Guðrún Sigurðardóttir
og Sigurður Blöndal hefðu verið kjörin heiðurs-
félagar Skógræktarfélags íslands.
SÖLUFÉLAG
GARDYRKJUMANNA
SMIOJUVEGI 5. 200 KÓRAVOGUR. SÍMI 43211
148
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990