Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 14
197 cm. Þarfyrirofan greinist
hlynurinn í meginstofn og stór-
vaxna hliðargrein. Fræið var skoð-
að og kom í ljós að töluvert af því
var fullþroskað. Fræinu var safnað
og fengust tvær - þrjár lúkur og
var Rakel J. Jónsdóttur, garðyrkju-
manni á Tálknafirði, afhent það í
því skyni að koma til nýrri kyn-
slóð. Glöggt er að tréð nýtur
skjóls af Sólheimum, fyrir hafátt-
inni. Svo virðist vera að tréð vaxi
hægt upp fyrir þakbrúnina, hvað
sem síðar kann að koma í Ijós.
Yfirlitsmynd frá Bíldudal árið 1935,
fimm árum eftir að hlynurinn var gróð-
ursettur. Greina má girðinguna innan
við Sólheima.
Þegar Sólheimatréð er skoðað
fer ekki hjá því að maður velti fyr-
ir sér ástæðu þess að svo tígulegt
tré vaxi hér við ysta sæ.
Vafalaust er Bíldudalur frá
náttúrunnar hendi skjólsælli en
margur hyggur og þar af leiðandi
ágæt skilyrði til ræktunar. Á
sumrin gætir lítið hinnar þrálátu
„innlagnar” (sólfarsvinds), sem er
vel þekkt fyrirbæri fyrirvestan í
sól og bjartviðri. Lega Bíldudals-
vogsins og dalsins inn af ( Selja-
dals) er þvert á Arnarfjörð og
byggðin að mestu í skjóli fyrir
hafáttinni. Þannig geturverið
logn og „steikjandi hiti" á Bíldu-
dal, en rétt fyrir utan strekkings-
vindur allt að 6 vindstig. Ekki er
óalgengt að hiti fari í 20 gráður á
Bíldudal eins og gerðist s.l. sum-
ar þegar mældist þar hæsta hita-
stig á landinu einn daginn eða
yfir 21 gráða. Slíkir dagar eru afar
mikilvægir fyrir þroska trjá-
plantna, þar sem gjólan af hafinu
er í algleymingi mælist hiti
lónas Óiafsson, við garðyrkjustörf á
Sólheimum árið 1967.
12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000