Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 28
Mynd 22. Blátoppur, vind- og frostþol-
inn, og ber ávöxt á íslandi.
ræktarritið 1999, 2. tbl.). Hún hef-
ur þann stóra kost að geta í sam-
býli við örverur framleitt sjálf
köfnunarefni til eigin vaxtar. Það
er hreint ótrúlegt að sjá þessar
grænu gljáandi plöntur vaxa upp
á skjóllausum hrjósturrindum.
• Blátoppur (Lonicera caeruela)
hefur reynst afar harðger og hefur
í fullu tré við ágengt grasið og
störina sem vex á þessu svæði.
Hann þroskar ber og ég verð ekki
hissa á því að finna fljótlega
sjálfsáinn blátopp í lúpínunni
Mynd 23. Bláberjarifs frá Magadan.
Skyldi það spjara sig?
borinn af fuglum. Það gerist bæði
með ilmreyni, dúnylli, rifs og sól-
ber. Margir aðrir toppar hafa
einnig reynst vel eftir að skjól var
komið í Brekkukotslandi. Má
nefna dúntopp, rauðtopp,
gultopp, glæsitopp, klukkutopp,
surtartopp, glótopp og skógar-
topp.
• Hér er svo bláberjarifsið, (Ribes
dicussa), úr Magadansöfnuninni
sem virðist vera að ná upp vexti
án þess þó að ég hafi séð það gera
tilraun til berjamyndunar.
Mynd 24. Silfurblað, frumbjarga í sam-
býli með örveru og farið að dreifa sér.
• Silfurblað (Eleagnus
commutata), ættað frá Alaska og
Óli Valur Hansson og félagar
komu með 1985 er fallegt og
stendur sig afar vel. Það er líka
talið sjálfbært í framleiðslu
köfnunarefnis og fjölgar sér
mikið með rótarskotum í rýrum
jarðvegi. Sama gildir um haf-
þyrni (Hippophae ramnoides) sem
vex vel t.d. í jökulleir undir
brekkunum.
• Af öðrum tegundum sem náð
hafa að dafna vel má nefna hegg,
gullregn og margar tegundir og
yrki dísarrunna og rósa; einnig
ask, hlyn, selju og flestar reyni-
tegundir sem hér eru ræktaðar.
Viðja var mikið notuð í upphafi
til að mynda skjói ásamt þing-
víði. Mikill breytileiki er í viðjunni
og reyndust einstök tré mjög
misjafnlega í hörðum árum. Á
tímabili var valið úr nokkrum
klónum til fjölgunar og hefur
ræktun þeirra gefist vel. Þing-
víðirinn sem þótti afar hraðvaxta
og efnilegur í byrjun féll að
mestu í hretinu 1963 en fáeinir
Mynd 25. Gróðurbótafélagið á
Hallormsstað 1991.
24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000