Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 30
Mynd 29. Þrjár ólíkar, vetrarbúnar systur í Lundarskógi.
Mynd 30. Tvær ólíkar, sumarklæddar systur í Lundarskógi.
fjalldrapa og loks fjalldrapinn
sjálfur, arfhreinn að sjá.
Á annarri mynd má sjá nokkru
eldri systur í mars 2000 nálægt
sama stað. Allar teygja þær sig
upp til himins en sín með hverju
vaxtarlaginu. Sú lengst til hægri
er dökkleit með kröftugum en
kræklóttum greinum; sú lengst til
vinstri er með fíngerðum upp-
stæðum en mikið greindum
stofni og sú þriðja er í miðið með
miðlægum stofni en slútandi
smágreinum, eins konar slút-
björk. Þá er annað dæmi um aðr-
ar tvær systur í Lundarskógi og er
önnur svört á stofninn, jarðlæg
og krækluð undan snjófargi, - en
hin er ljósleit og hefur rétt úr
stofninum þrátt fyrir að hún hafi
líka orðið að beygja sig undan
snjófargi. Þetta sýnir nokkuð ve!
erfðabreytileikann í birkinu á
þessu svæði.
íslensk slútbjörk
Birkið er afar fjölbreytt tegund
og það varð aftur opinberun fyrir
mig að sjá að ein útgáfan á því er
Mynd 31. Slútbjörkin í Sniðgötu á Ak-
ureyri.
Mynd 32. Slútbjörk við Gróðrarstöðina
á Vöglum.
slútbjörk, með mjúkar hangandi
greinar, alveg eins og hengibirki
(Betula verrucosa, var. pendula) af
fegurstu gerð í görðum erlendis.
Þetta vaxtarform er töluvert áber-
andi í skógum Norðurlands; í
görðum á Akureyri, í Vaglaskógi,
Fossselsskógi, Laxárdal og Mý-
vatnssveit. f febrúar 1994 lögðum
við Pétur N. Ólason í Mörk og
Þröstur Eysteinsson, fagsviðs-
stjóri Skógræktar rfkisins, það á
okkur að gera út leiðangur í þessa
26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000