Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 48
Gráreynirinn er með umfangsmikla krónu.
Gráreynirinn er með afar gildan bol.
Margir eiga erfitt með að
þekkja f sundur grá- og silfurreyni
og er það ekki að ósekju. Talið er
að þessar tegundir séu báðar
upphaflega kynblendingar ilm-
reynis (S. aucuparia) og seljureyn-
is (S. aria). Auðvelt er hins vegar
að þekkja þessar tegundir í sund-
uráblöðunum. Silfurreyniblaðið
hefur aldrei sjálfstæð smáblöð,
en gráreynirinn hefur hins vegar
2-5 sjálfstæð smáblöð neðst.
Með þetta einkenni í huga er
auðvelt að þekkja tegundirnar f
sundur.
Eftir að hafa skoðað gráreyninn
höldum við til baka út úr garðin-
um, milli Alþingishússins og
Dómkirkjunnar út að Austurvelli.
Þegar við snúum okkur þar til
vinstri blasirvið fallegi álmurinn
við Túngötu, þar sem gangan
hófst og hringnum í skógargöng-
unni er lokað.
)óhann Pálsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, fær sérstakar
þakkir fyrir yfirlestur, gagnlegar
ábendingar og ýmsar upplýsingar
við samningu þessarar greinar.
HEIMILDIR
* Einar Helgason. 1914. Bjarkir. Leiðarvísir í trjá-og blómarækt. Reykjavík,
útg. höfundur.
* Guðjón Friðriksson. 1995. Indæla Reykiavík. Iðunn, Reykjavík, ISBN
9979102608.
* Hákon Bjarnason. 1978. Drög að sögu trjáræktar í Reykjavík. í: Safn til sögu
Reykjavíkur , útgef. Sögufélag Reykjavíkur, 2. útgáfa endurbætt, bls. 27-41.
* Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson. 1949. Garðagróður 1. útg., ísafold-
arprentsmiðja, Reykjavík.
* Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson. 1981. Garðagróður 3. útg., ísafold-
arprentsmiðja, Reykjavík.
* Ingólfur Davíðsson. 1988. Nokkrir merkirgarðar í Reykjavík. Garðyrkjuritið
1988, bls. 7-15.
* (óhann Pálsson. 2000. Munnlegar heimildir.
* Páll Líndal. 1974. Hin fornu tún - Reykjavík í ellefu aldir. Askur, Reykjavík,
bls. 100-104.
* Samson B. Harðarson. 1989. Hlynur á íslandi. Aðalverkefni við Garðyrkju-
skóla ríkisins, Reykjum Ölfusi, garðplöntubraut.
* Skógræktarfélag íslands. 1999. Mælingar á trjám í skógargöngum í Reykja-
vík haustið 1999 (óútgefið)
* Þórarinn Benedikz og Sigvaldi Ásgeirsson. 1989. Trjámæiingar gerðar í
Reykjavíkurborg maí 1989 (óútgefið).
44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000