Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 58
Wm
NiÉWk'M
Reyniviður í haustlitum.
um vatn, þá hefur einmitt vatns-
leysi komið okkur í opna skjöldu.
Stundum verður svo þurrt hérna
á vorin að það skrælnar þókstaf-
lega allt. Við komum okkur því
upp nokkurskonar áveitukerfi sem
hefur skipt sköpum. Petta,
ásamt því að rækta upp skjólbelti
af víðitegundum: alaskavíði,
viðju, jörfavíði og fleiri tegund-
um, hefur verið lykilatriði. Þegar
skjólið er komið er hægt að rækta
ýmislegt annað sem kemur í kjöl-
farið. Hörðustu áttirnar eru norð-
an og norðvestan hvort sem er að
vetri eða sumri. Áður fyrr var ekki
stætt hér úti við.
Á sfðustu árum má segja að ný
kynslóð sé að taka hér við. Það
hefur verið mér mikið gleðiefni
að sjá krakkana taka meiri og
meiri þátt f þessu starfi. Tengda-
dóttir mín, hún Bergrós Hauks-
dóttir, á þar stóran hlut að máli
og hefur tekist að tvíefla Skúla
son minn í þessari ræktun. Sam-
an hafa þau sett niður þúsundir
plantna á síðustu árum. Hér hef-
ur líklega aldrei verið sett eins
mikið niður eins og t.d. í sumar.
Nýlega var ég svo gæfusamur
að kynnast yndislegri konu, Fjólu
Magnúsdóttur. Við höfum ruglað
saman reytum og höfum mikla
gleði af þvf að vera hér. Ég hef
helst áhyggjur af því að Fjóla sé
óstöðvandi óg ofgeri sér hér við
ræktunarstarfið, slíkur er kraftur-
inn. Hér er okkar annað heimili,
enda reynum við að vera hér eins
mikið og við getum og njótum
samverunnar í ríkum mæli."
Ljósmyndir: Brynjólfur fónsson og
Magnús B Magnússon.
GARÐBÆINGAR
Njótum útiveru í fallegu umhverfi okkar.
Göngum vel um landið og vörumst að
skilja eftir verksummerki.
Garðabær
Garðyrkjustjóri
54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000