Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 61
þeirra var 9,00 m og þvermál í
brjósthæð 21,2 cm. Eitt tréð var
8,10 m og annað 8,30 m. Þessar
tölur sýna að öspin hefir farið sér
rólega. Teigurinn er svo þéttur,
að gildleikavöxtur er ekki mikill,
en þó má greina á samanburði
myndanna frá 1981 og 2000, að
þær hafa gildnað nokkuð á þess-
um 18 árum.
Ég tók slatta af myndum í
teignum og birtast hér tvær
þeirra. Svo vildi til, að Sigurður
Björn sonur minn var með í för,
svo ég gat því aftur haft hann að
fyrirsætu með son sinn Odd á
herðunum.
Eina mynd birti ég hér af jaðri
asparlundarins. Vigdfs húsfreyja
sagði okkur, að Óli Valur Hans-
son teldi það fegursta skógarjað-
ar á fslandi. Mér fannst sá dómur
væri gagnlegur fyrir skógararki-
tektinn Lárus Heiðarsson.
Sigrún Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Norðurlandsskóga,
mældi flatarmál asparteigsins s.l.
sumar, og reyndist það 0,35 ha.
Er þetta raunverulega eini teigur
af ræktaðri íslenskri blæösp á ís-
landi.
Lárus stendur hér á milli tveggja asp-
artrjáa, sem mér þykir líklegt, að séu
meðal hinna 7 upphaflegu.
Suðvesturjaðar asparreitsins.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
57