Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 64
4 a. 1987. Strjálingur af blágrenitrjám
í snarrótarmó. Hvítu skellurnar eru
þarsem úðað var graseyðingarlyfi.
Gulvíðirunnar t. h. á miðri mynd.
landinu. Um þennan hluta lands-
ins er svo skrifað f bæklingi, sem
félagið gaf út 1985 og útbýtti á
aðalfundi Skf. íslands, sem það
ár var haldinn á Blönduósi:
„Vegna fjárskorts varð það að
ráði að leigja Hrossaræktar-
sambandi A-Hún. ógirta hlutann
til 15 ára gegn því, að það girti
úttektarhæfri girðingu og héldi
henni við. Að leigutíma liðnum
yrði girðingin eign skógrækt-
arfélagsins".
4 b. 2000. Tekin á sama stað og undir
sama sjónarhorni. Líkast til sitkabast-
arður í forgrunni, en líklega elsta
stafafuran komin upp í bakgrunni.
Tafla 2
Alaskaösp gróðursett á Gunnfríðarstöðum
Ár Fjöldi Aldur Kvæmi Gróðrarstöð
1978 200 Óvíst Gunnfríðarst.
1981 895 Óvíst Gunnfríðarst.
1983 316 0/2 Óvíst Gunnfríðarst.
1984 200 0/3 Þórdísarlundur/ex Kenai Lake? Gunnfríðarst.
1986 305 0/3 C-06/Susitnax) Vaglir
1987 155 C-06 Vaglir
1988 37 0/5 Óvíst Gunnfríðarst.
1989 6 0/3 C-06 Vaglir
1989 6 Vaglir
Alls 2.120
x) Susitna er bær við Susitnafljót norður úr Cooks-firði í Alaska. Gengur fyrr frá sér á haustin
en önnur kvæmi.
Mýrarnar voru ræstar fram
með 2.500 m löngum skurðum. í
kjölfar framræslunnar og
sérstaklega eftir skerpiplægingu
í neðri hlutanum óx gríðarmikill
snarrótarpuntur, sem kæfði
fjölda af greniplöntum, sem
gróðursettar voru fyrstu árin.
í nánd við rústirnar af Gunn-
fríðarstaðabænum lét félagið
gera tvo litla græðireiti til að ala
upp plöntur, og þar var alin upp
alaskaösp, sem gróðursett var í
túnið, þar sem grasvöxtur var
gífurlegur.
Mikið hefir sprottið upp af
íslensku víðitegundunum
gulvíði og loðvíði á framræstu
mýrunum. Þessir runnar eru satt
að segja óvenjulega glæsilegir
og setja sterkan svip á
skóglendið. T ,d. fannst þar
60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000