Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 66
6 a. 1987. Horft inn eftir túninu neðantil með öspunum.
6 b. 2000. Sama sjónarhorn og 6 a. Hjúkurinn sannar það.
„6. Reyna gráelri, sem hægt er
að fá á Hállormsstað".
„7. Reyna að fá viðju upp sem
tré. Planta henni með allstóru
bili og nota húsdýraáburð í hol-
urnar".
Næst á ég minnispunkta frá
því, er ég kom til Blönduóss 13.
júní 1981:
„Kom á leiðinni norður |til
Skagafjarðar] við hjá Haraldi
iónssyni, form. Skf. A-Hún. Til
móts við okkur kom Þormóður
Pétursson stjórnarmaður. Við
ræddum ýmislegt um asp-
arræktina á Gunnfríðarstöðum.
Ég fékk hjá þeim lýsingar á
henni og reyndi að ráðleggja
eftir föngum áframhald. Eftir
lýsingu að dæma fer þetta vel á
stað".
Minnispunktar eru síðan frá
heimsókn í Gunnfríðarstaði 31.
maí 1983. Ég hefi ekkert skrifað
þar um asparplöntunina í
túninu, rámar hins vegar í, að
mér hafi þótt margar aspirnar
ósköp ræfilslegar og lítt komnar
á stað. En þá voru þeir byrjaðir
að gróðursetja í hestagirðing-
una:
„Þar [í hestagirðingunni] hafa
þeir plægt stykki sem hefir verið
ræst fram og stungið aspar-
græðlingum í plógstrengina nú í
vor. Það eru miklir græðlingar,
sumpart sverir bútar, og verður
mjög fróðlegt að sjá, hvernig
það tekst. Ég óttast kannski að
strengurinn liggi ekki nógu vel
alls staðar". [Holt undir honum].
Sfðasta heimsókn mín sem
skógræktarstjóra í Gunn-
fríðarstaði var 19. sept. 1987. Ég
var þá á yfirreið um Norðurland
með Arnóri Snorrasyni. Þótt
undarlegt sé, skrifa ég enga
minnispunkta um þá heimsókn,
en f einkadagbókinni stendur
þessi klausa:
„Fórum með Haraldi í Gunn-
7 a. 1987. Horft á ská til suðaustúrs. Arnór og Haraldur
skoða.
2000
7 b. 2000. Nokkurn veginn sama sjónarhorn og 7 a. Hér er
Lárus Heiðarsson hæðarviðmiðunin.
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000