Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 68
Loftmynd af Gunnfríðarstaðaskógi.
arsholti var gróðursettur, en sá
er 14 ha.
|ón Geir segir mér ennfremur,
að skógræktarfélagið sé að
vinna á 120-130 ha í Gunn-
fríðarstaðaskógi, og sé plantað f
nánast allt það svæði.
Árangur af bjartsýni og elju
Eins og hér hefir komið fram,
naut ég löngum leiðsagnar Har-
alds lónssonar í þau skipti, sem
ég heimsótti Gunnfríðarstaða-
skóg á árum mínum fyrir sunn-
an. Hvort tveggja var, að hann
var þá formaður skógrækt-
arfélagsins og svo hitt, að hann,
Ebba Jósafatsdóttir kona hans
og Þormóður Pétursson, stjórn-
armaður í félaginu, sem var
tengdasonur Helgu Jónsdóttur
og Steingríms Davíðssonar,
unnu um þær mundir mest að
ræktuninni, ásamt raunar séra
Árna Sigurðssyni, stjórnarmanni
í félaginu, sem ekki má gleyma.
Af öllu sem ég hefi heyrt, tel ég
á engan hallað, er ég segi, að
skógurinn. sem við sjáum þarna
núna, sé að miklu leyti verk
þessa litla hóps. Til frekari
staðfestingar um hlut þeirra
hjóna tilfæri ég kafla úr minn-
ingarorðum um Harald, sem
séra Árni Sigurðsson skrifaði f
Skógræktarritið 1993:
„En það, sem halda mun
nöfnum þeirra hjóna lengst á
lofti, var eldlegur áhugi þeirra á
skógrækt og vexti og viðgangi
skógræktar að Gunn-
fríðarstöðum. Hann var kjörinn
formaður Skf. Austur-Húna-
vatnssýslu 1976, sem hann
gegndi til dauðadags |hafði
áður verið ritari stjórnar frá
1966].
Skógræktin á Gunn-
fríðarstöðum mun um ókomin
ár bera vott um óeigingjarnt
starf þeirra hjóna, en öllum
frístundum sínum vörðu þau til
að hlynna að skógargróðri þar
og með óþrjótandi elju sinni
vildu þau sýna og sanna, að
mögulegt væri að koma upp
64
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000