Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 82
Furður í skógrækt
SIGURÐUR BLONDAL
Fegursti þinurinn
Trjátegund er nefnd
rauðþinur (Abies magnifica A.
Murr.). Hún vex aðallega til
fjalla í Kaliforníu frá svona
1.600 m y.s. upp í 2.000 m.
Hann er einnig á dálitlu
svæði í Suður-Oregon.
Nyrst í Kaliforníu telja trjá-
fræðingar sig sjá einkenni,
sem valda því, að það er
taiið sérstakt afbrigði, svo-
nefndur Shasta-rauðþinur
(A. magnifica var. sfiastensis),
kenndur við Shasta-fjall.
Við bestu skilyrði getur
þessi trjátegund náð alit að
60 m hæð og gríðarlegum
rúmtaksvexti á ha, vegna
þess hve þétt trén geta
staðið. Dæmi eru um 160
ára gamlan skóg, sem
mældist rúmlega 2.300
m3/ha. Þetta eru feikn.
Þarna f fjöllunum er lofts-
lag svalt og rakt, jafnvel kalt
og rakt.
í Hallormsstaðaskógi er
lítill teigur af rauðþin með
rúmlega 400 trjám, sem
1. Rauðþinurá trjámörkum á Mt. Shasta (2.440 m y.s.).
Ágúst Árnason, 1971.
voru gróðursett 1981 íbirki-
skóg.
Fræinu söfnuðu Ágúst
Árnason og Þórarinn Bene-
dikz í ferð sinni um fjöll
Norðvestur-Ameríku haust-
ið 1971. Skýrsla þeirra um
söfnunarferðina birtist í Árs-
ritinu 1972-1973. Þarskrifa
þeir:
„Með honum jleiðsögu-
manninum| fórum við fyrst
suður til Mt. Shasta, sem er
gamalt og tignarlegt eldfjall
í Norður-Kaliforníu. Ekki var
útlit fyrir, að við kæmumst
leiðar okkar vegna snjóa, en
úr rættist og við náðum að
safna á efstu trjámörkum
fallegum könglum af hinum
langþráða rauðþin, auk
fjallaþallar". Þetta var í
2.400 m hæð y.s.
Úr þessum könglum feng-
ust 5 kg af fræi. Fræinu var
sáð í 4 gróðrarstöðvum hér,
en spíraði illa eða ekki, svo
að það fengust aðeins 4-500
plöntur. Auk þessara, sem
78
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000