Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 83
2. Rauðþinurinn á Hallormsstað
11-10-98. S.Bl.
gróðursettar voru á Hallormsstað
og hér er sagt frá, eru 2 tré í
trjásafninu í Múlakoti. Þau
standa undir bergveggnum og er
annað nú 5,85 m hátt. Trén á
Hallormsstað standa í teig við
hliðina á hinum þintegundunum
úr söfnum þeirra félaga, en þar er
nær allt fjallaþinur.
Skemmst er frá að segja, að
mér þykir rauðþinurinn þarna
bera af hinum. Fram að þessu
hefir varla sést í teignum rauð
grein, eins og iðulega má sjá í
teigum af fjallaþin hérlendis.
Rauðþinurinn finnst mér satt að
segja ein af furðunum í skógrækt-
inni, og eru þær þó ófáar.
Plönturnar í þessum teig hafa
farið hægt af stað, miklu hægar
en trén tvö í Múlakoti. Eins og
langhlaupara meðal trjáa er sið-
ur, en eru nú aðeins farnar að
greikka sporið. Krónan er ívið
breiðari en á fjallaþinsprufunum
við hliðina, og nálarnar dekkri.
Satt að segja eru þessir rauð-
þinir ákaflega fagurskapaðir, svo
að mér þykja þeir enn álitlegri
sem jólatré en fjallaþinurinn er
oftast hjá okkur. Þessi er ástæð-
an til þess, að ég er að vekja á
honum athygli, enda þekkja hann
3. Rauðþinurinn á Hallormsstað
05-10-2000. S.Bl.
aðeins örfáir skógræktarmenn
hérlendis.
Með þessum orðum fylgir kort
af heimkynnum rauðþinsins og
þrjár ljósmyndir. Ein þeirra er úr
grein Ágústs og Þórarins, sem
nefnd var áðan, og svo tvær, sem
ég tók í teignum á Hallormsstað
með tveggja ára milliþili. Fyrir-
sæta mín f bæði skiptin var Einar
Axelsson, einn af Hallormsstaða-
mönnum.
Heimildir
Ágúst Árnason og Þórarinn Bene-
dikz, 1973. Ferð til Bandaríkjanna
og Kanada.
Ársrit Skf. íslands 1972-1973. Bls. 6-
20.
Baldur Þorsteinsson, 1994. Fræskrá
1933-1992. 1. Barrtré. Bls. 8. Skóg-
rækt ríkisins.
Russell M.Burns and Barbara H.
Honkala, 1991. Silvies ofNorth
America. Volume I,
Conifers. Agriculture Handbook 654.
Forest Service. U. S. Department
of Agriculture. Bls. 71-79.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
79