Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 95

Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 95
viðmiðun. Ef menn setja sér markmið og keppa að þeim, þá vinna þeir fleiri stóra sigra en þeir fá tölu á komið og ná ótrú- legum árangri. Meginatriðin enn og aftur Spyrja má: Hvað gerir mestan gæfumun íárangri rœktunarmanns- ins, annað en að setja sér markmið? Þar skipta nokkur atriði megin- máli. I) Notkun tilbúins áburðar. Hún er sjálfsögð fyrstu árin. Hún þarf að vera markviss og f hlut- falli við stærð plantnanna - stór planta vinnur úr meiri áburði en lítil planta. (Það er útilokað að alhæfa um áburðarmagn hverju sinni - það er svo breytilegt eftir x jarðvegi og staðháttum. Ræktun- armaður verður að þreifa sig áfram.) Notkun tilbúins áburðar stuðlar í senn að vaxtarauka, ger- ir plöntuna lífseigari í íslensku harðviðri og dregur úr veður- skemmdum. Ekki má heldur gleyma því að bakkaplöntur hoppa ekki upp úr jörðinni fyrsta veturinn, ef borið er á þær sem fyrst eftir gróðursetningu og þær ræta sig vel. 2) Skjól á ungar barrplöntur. Þau draga stórlega úr vanhöldum ungplantna og stuðla að skjótari vexti. Enn fremur gera þau rækt- unarmanni kleift að hleypa upp skógi innfluttra trjátegunda á al- gerum berangri þar sem birki, reynir og gulvíðir þrífast ekki svo lag sé á. 3. Graseyðing á 1. og 3. ári. Það kostar á að giska 2 krónur að halda auðum bletti kringum plöntuna fyrstu fjögur árin. Gróð- ureyðingarlyfið Roundup er ódýr og hagkvæm lausn, efnið brotnar svo fljótt niður í jarðveginum að hægt er að gróðursetja í blettinn viku eftir úðun. Planta sem hefur auðan blett í kringum sig rætir sig fyrr og betur en sú sem að- þrengd er af þéttu grasi. 4. Eðlilegt vaxtarrými. Ekkert mælir með því að hafa minna en 2,5 metra milli plantna. Litlar plöntur vaxa upp og verða að stórum trjám fyrr en varir; þau þurfa sitt rými. Þar að auki er áhugamaðurinn að rækta skóg til útivistar og yndisauka - slíkur reitur má ekki vera of þéttur. Þessar hugleiðingar eru settar fram sem spurning: Ræktun áhuga- mannsins - skilar hún eðlilegum ár- angri? Þróun nútfmans miðast við árangur og skilvirkni; er ekki sjálf- sagt að gera sömu kröfur til skóg- ræktar og annars sem maðurinn tekur sér fyrir hendur? Niður- staða mfn er sú að ræktunar- maður sem setur sér ekki mark- mið, gerir ekki kröfur til sjálfs sín nái of sjaidan eðlilegum árangri, en áhugamaður sem fylgir árangursrfkum aðferðum annarra ræktunargreina eigi gróðurríka skógardaga í vændum. /sJý scnding • glæsilegt úcval Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum, dælum og Ijósum, garðdvergum, fuglum o.fl. til garðskreytinga Vörufell hf. v/Suðurlandsveg, Hellu sími 487 5470 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.