Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 104

Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 104
þó ekki að vera minni, þvf oft gróðursetja menn fleiri en eina tegund saman. Vfða fer birki- og víðiteinungur einnig að spretta upp. Það er vitaskuld háð þétt- leika hins nýja skógar hvenær krónurtrjánna ná saman, en yfir- leitt gerist það þegar trén hafa náð eins til þriggja metra hæð. Þegar nokkur lög af greina- krönsum hafa náð saman hefst sjálfkvistun. Blöð neðstu greina eða þeirra sem búa við mestan skugga, hætta smám saman að ljóstillífa og deyja að lokum af skorti á birtu og næringu. Grein- arnar falla að lokum af, en tals- verður munur er á milli trjáteg- unda og kvæma hvað þetta varð- ar. Sjálfkvistun er mikilsmetinn eiginleiki þegar nýta á bolinn þar sem fjöldi og stærð kvista skipta máli. Ef ekkert er að gert fer sam- keppnin um rými, ljós og nær- ingu harðnandi, og að lokum lýt- ur hluti trjánna í lægra haldi og afleiðingin verður svonefnd sjálf- grisjun. Hérkoma sjúkdómar einnig við sögu, bæði vegna þess að trén eru veikari fyrir en ella og einnig vegna þess að kjörskilyrði fyrir vissa sjúkdóma eru í þéttu þykkninu. Hérlendis hefursitka- lús leikið þétta lundi af sitkagreni hart svo dæmi sé tekið. Sam- keppnin er mest í miðaldra skógi en byrjar þeim mun fyrr sem skógur er þéttari. Talsverður munur er á milli trjátegunda með tilliti til þess hversu plássfrekar þær eru. Sam- keppni um ljós, næringu og vaxt- arrými hefst fyrir alvöru þegar krónur trjánna ná saman. Talað er um Ijóselskar tegundir, í þeim flokki eru t.d. birki, fura, lerki, ösp, og víðitegundir. Meðal skuggaþolinna tegunda má nefna greni, þin og hegg. Mitt á milli (hálf-skuggaþolnar) eru tegundir eins og elri, askur, álmur, hlynur, reynir og douglas- greni. Sumar tegundir eins og t.d. askur og reyniviður eru skugga- þolnar sem ung tré en verða nokkuð ljóselsk með aldrinum. Ljóselsk tré sleppa ljósi betur niður í skógarbotninn en þau skuggaþolnu. Ljóskröfur trjánna vaxa með aldrinum og vöxtur þeirra verður meiri við aukið ljósmagn. Tré sem vaxa án samkeppni um ljós og rými, fá djúpa og umfangs- mikla krónu með grófum greinum og öflugt rótarkerfi. Tré sem vaxa á frjósömu landi komast af með minna Ijós en væru þau á harð- bala. Þannig bæta jákvæðir vaxt- arþættir upp þá lakari að vissu marki. Landslag hefur talsverða þýðingu fyrir hversu þétt tré geta staðið. Ljósskilyrði eru best þar sem hallar móti suðri og betri á móti vestri en austri. Hjá ljóselskum tegundum hefst sjálf- grisjun fyrr og gengur hraðar fyrir sig en hjá skuggaþolnum. Sama á við þar sem vaxtarskilyrði eru góð, því þá er oft talsverð dreif- ing f hæð trjánna. Við lök vaxtar- skilyrði er hæðardreifing oftast lítil. Ef trjátegundir, sem gera kröfur um næringarríkan jarðveg hafa verið gróðursettar þétt, á stað þar sem vaxtarskilyrði eru slök, er hætta á að vöxturinn staðni þegar samkeppnin harðn- ar. Það sama virðist raunar oft vera upp á teningnum með ís- lenska birkikjarrið. Tilhneiging til hæðardreifingar er sem sagt misjöfn á milli teg- unda og er yfirleitt meiri þar sem vaxtarskilyrði eru góð. Greni og þinur hafa tilhneigingu til að hafa jafna krónu. Fura og ösp eru ólík- ar þeim fyrrnefndu að þessu leyti. Birki, elri og lerki eru talin standa þarna mitt á milli. Hæðardreifing hefur þannig mikil áhrif á sjálf- grisjun, hvort og þó aðallega hvenærhún hefst. Ef dreifingin í hæð er lítil þá er hætt við að skógurinn beri verulegan skaða af ef hann er ekki grisjaður. Skógur sem staðnað hefur í vexti um langt árabil nær ekki að vinna það vaxtartap upp síðar, þrátt fyr- ir að vöxturinn taki kipp eftir grisjun. Sumar trjátegundir, sem staðið hafa of þétt, eins og t.d. lerki virðast þó varla ná eðlilegri blaðfyllingu aftur og dregur það úr vaxtarbata þeirra eftir grisjun. Út frá þessu mætti draga þá ályktun að raunhæft sé að láta náttúruna um grisjunina þar sem vaxtarskilyrðin eru góð, sérstak- lega ef um er að ræða ljóselskar tegundir. Sé hins vegar mark- miðið að rækta nytjaskóg þá er einkum tvennt sem mælir gegn því. Trén sem verða ofan á eru oft með grófar greinar og lögun stofns og viðargæði oft langt undir meðallagi. Slík tré eru stundum kölluð vargar. Þegar þau tré fá nægt rými, breiða þau enn meir úr sér og verða verr sköpuð en ella. í öðru lagi tapast framlegð þeirra trjáa sem verða undir og grotna niður án þess að verða nýtt. Hér erum við komin að kjarna málsins er varðar grisjun nytja- skógar, þ.e. gæði eftirstandandi trjáa og nýtingu hráefnis sem ella fer forgörðum. Eins og gefur að skilja þá vex plássþörf trjánna í takt við stærð þeirra. Þannig eru um 400-800 plöntur á hvern fermetra í nútíma gróðrarstöðvum, sem er svipaður fjöldi og rúmast á einum ha (10.000 m2) þegar trén hafa náð 20 m hæð eða meiri. Við gróður- setningu er yfirleitt mælt með tvö til þrjú þúsund plöntum á ha. Að því gefnu að flestar þeirra komist á legg, gæti þurft að grisja ríflega tvö þúsund tré á í lotunni4, eða 2/3 þeirra trjáa sem gróðursett voru. Það er þó ekki sjálfgefið að þörf sé á grisjun. Þörfin ræðst einkum af: þéttleika, trjátegund- um, hæðar- og aldursdreifingu, vaxtarskilyrðum og hvort um er 4 Loííj merkir œviskeið einnar kynslóðar af trjám. 100 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.