Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 109
BALDUR ÞORSTEINSSON
Hugað að uppruna
I. Skógarfura í Mörkinni
(/utlormur Pálsson var skógar-
vörður á Hallormsstað árin
1909-1955. Eru skýrslur hans
um skógræktarstarfið á Hall-
ormsstað mjög greinargóðar og
þar má finna ýmsar markverðar
upplýsingar, þótt segja megi,
að þær séu stundum full-stutt-
orðar.
í grein sinni Mörkin og gróðrar-
stöðin á Hallormsstað, 50 ára minn-
ing (Ársrit Skógræktarfélags ís-
lands 1954, bls. 7-26), tekur
Guttormur fram, að honum hafi
ekki tekist að afla skýrslna frá
árunum 1907 og 1908 og tölur
hans fyrir þau ár séu færðar eft-
ir líkum.
Nokkrar bollaleggingar hafa
verið um uppruna elstu skógar-
furutrjánna á Hallormsstað,
sem einmitt gætu verið „fædd"
árið 1907 eða 1908. Verður hér
á eftir reynt að leiða lfkur að
því, hver sé uppruni og aldur
þessara trjáa með hliðsjón af
gögnum, sem Hákon Bjarnason
Gamla skógarfuran í Mörkinni.
Mynd: Sigurður Blöndal.
----------«
fann f skjölum fræsölu þeirrar í
Danmörku, Skovfrokontoret,
sem frækaupmaðurinn lohann-
es Rafn rak í áratugi. Þá var
einnig leitað fanga í skýrslum
C. E. Flensborgs frá árunum
1900-1906. Þau gögn, sem þó
er aðallega byggt á í þessu
samhengi, eru starfsskýrslur
Guttorms Pálssonar frá árunum
1915 og 1923.
Árið 1907 fær Kofoed-Han-
sen, sem þá hafði tekið við um-
sjón skógræktarmála hér á
landi, send 2 kg af skógarfuru-
fræi frá Johannes Rafn í Kaup-
mannahöfn. Fræpantanir voru
færðar í sérstakar bækur, sem
enn eru varðveittar, og þar má
sjá pöntun frá Kofoed-Hansen,
sem er dagsett 9. apríl 1907.
Þar stendur eftirfarandi: 1 kg
Larix sibirica (sem ekki reyndist
unnt að útvega), 2 kg Pinus silv-
estrís, Vest-Norge og 2 kg Pinus
cembra. Hér er sérstaklega tekið
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
105