Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 111
margdreifsettar áður en til gróð-
ursetningar kom. Einnig segir frá
þvf f skýrslu Guttorms Pálssonar
fyrir árið 1921, að fluttar hafi ver-
ið nokkrar lævirkjaplöntur út um
Mörkina, sem sáð var til árið
1913.
í Ársriti Skógræktarfélags ís-
lands 1945 er grein eftir Guttorm
Pálsson um 40 ára friðun Hall-
ormsstaðar. Þar er á bls. 37 mynd
úr gróðrarstöðinni á Hallorms-
stað með vöxtulegum skógarfuru-
og lerkitrjám í baksýn. í myndar-
texta segir, að tré þessi hafi verið
gróðursett um 1920. í skýrslum
Guttorms frá árunum 1921-1923
er sagt frá gróðursetningu lerkis í
Mörkinni og f Atlavík þessi ár.
(Sjá nánar um þetta í grein Gutt-
orms Pálssonar í Ársriti Skóg-
ræktarfélags íslands 1954, bls.
22-23).
Við það sem hér hefur verið
sagt má bæta því, að í skýrslu
C.E. Flensborgs fyrir árið 1905
um skógræktina á Hallormsstað,
segir, að fluttar hafi verið inn
ásamt fleiri plöntum 1000 2/0
skógarfurur frá Bergens Skogsel-
skap. Þessar plöntur eru sam-
kvæmt skýrslu Flensborgs að
hluta ónothæfar. Þó gæti hugs-
ast, að þær 100 skógarfurur,
sem voru gróðursettar í skógin-
um vorið 1905, hafi verið þær
skástu af þessum plöntum, en
ólíklegt er að þær hafi hjarað
lengi.
Eftirmáli
Eftir að grein þessi var frágeng-
in til prentunar kom upp í hend-
urnar á mér bréfabók Stefáns
Kristjánssonar, sem var skógar-
vörðurá Hallormsstað árin 1905-
1909. f bókinni eru bréfaskipti
Stefáns við C.E. Flensborg, A.F.
Kofoed-Hansen og ýmsa fleiri, en
það bréf eða öllu heldur skýrsla
Stefáns, sem hér skiptir máli, er
dagsett 10. ágúst 1907. Þarsegir
frá því, að sáð hafi verið fræi af
vesturnorskri skógarfuru vorið
1907, sem hafi spírað ágætlega
og plönturnar líti vel út. Hér er
þá komin ótvíræð staðfesting á
því, að gömlu skógarfurutrén í
Mörkinni á Hallormsstað sáu
fyrst dagsins ljós árið 1907.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
107