Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 115
Böðvar Guðmundsson
Þorgeir Þorsteinsson
Þorvarður Örnólfsson
Skiptiferð til Salten
í Nordlandsfylki í Noregi í júní 2000
í Junkerdal, gróðursetningarstaðurinn, Solvogstindur í baksýn. Mynd: B.G.
kiptiferðir skógræktarfólks
milli íslands og Noregs hafa
tíðkast allar götur frá því 1949 að
fyrsta ferðin var farin. Ferðirnar
hafa verið farnar þriðja til fjórða
hvert ár og hóparnir verið frá 40 -
60 manns í hvert skipti. Ferðirnar
hafa verið farnar til að auka skiln-
ing og samskipti þessara tveggja
frændþjóða, og til að skapa
tengsl skógarfólks beggja landa
og hafa vissulega náð tilgangi
sínum íþvíefni. Þótt sjálft erind-
ið hafi verið það að planta skógi
eða sinna skógi, þá er það ekki
endilega vinnuframlagið sjálft
sem situr í fyrirrúmi heldur kynni
við fólkið, aðstæður þess og
vinnubrögð, ásamt því að kynn-
ast landinu sem er svo gjörólíkt
eyjunni okkar.
Hinn 25. júní sl. var flogið til
Bodo í Nordlandsfylki í Noregi
með 42 íslendinga, sem strax við
komuna til Noregs var skipt í 3
hópa upp á 14 hausa hvern, sem
ekið var með hvern á sinn stað:
iunkerdalen, hliðardal Saltdals,
Skjerstad við sunnanverðan
Skjerstadfjörð, austur af Bodo
bæ, og Steigen á Engeloya við
Vesturfjörð, en hann skilur milli
fastalandsins og Lófótenskagans
vestur við ysta haf. Skipuleggj-
andi ferðarinnar í Noregi var Salt-
en skogselskap eða skógræktarfé-
lagið f Salten, en Salten er sam-
heiti nokkurra sveitarfélaga í
norðurhluta Nordlandsfylkis.
Móttakan mæddi mest á 3
mönnum, þeim Baard Haavard
Viken fylkisskógmeistara, Thor
Arne Nesje skogbrukssjef, og Wiggo
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000