Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 116
Utanverður Junkerdalur. Það er víða bratt í Noregi. Mynd: B.G.
Johansen skogmester sem einnig
var allan tímann leiðsögumaður
fyrir hópinn sem lenti í Junkér-
dalnum.
Nordlandsfylki er afar fjöllótt og
langt. Jarðfræðilegur mismunur er
mikill sem endurspeglast í skógin-
um, því hver trjátegund velur sér
stað eftir jarðvegsgæðum sem
eiga sér upphaf í berggrunni
þeim sem undir er. Hér eru
norðurlandamæri fyrir álm og
linditré og setur laufskógur mik-
inn svip á fylkið með sínum 3
birkitegundum: viðju, selju og
ýmsu fleira.
Veðurfarslegur munur er einnig
mikill í þessu mjóa og langa fylki,
allt frá strandloftslagi með rign-
ingu og roki og mildum vetrum
og svölum sumrum út við strönd-
ina, til meira meginlandslofts-
lags inn til landsins, þar sem úr-
koma er svipuð og norðan Vatna-
jökuls eða um 400 mm á ári. í
sunnanverðu fylkinu er Saltfjall-
ið, sem er merkilegt fjall í skóg-
fræðilegu tilliti, þvf rauðgrenið
sem þekur allar koppagrundir
sunnan þess hefur ekki haft tíma
til að komast norðuryfir það á
göngu sinni norður Noregsland.
Allt það rauðgreni sem nú vex
norðan Saltfjallsins er þar til-
komið af manna völdum og er
það víða og mikið að vöxtum á
hverjum stað. Skógarfura er búin
að vera lengi á þessum slóðum
þótt ekki jafnist hún á við það
sem best gerist sunnar í landinu.
Þó sáum við þar skógarfuru.allt
að 25 metra háa.
Skógurinn hefur alltaf verið
mikilvægur þáttur í lífi fólksins á
þessum slóðum. Á ströndinni bjó
mestur hluti íbúanna og lifði af
fiskveiðum og landbúnaði, en
skógurinn gaf efni í hús, hjalla,
trönur, báta og aðra búshluti.
En tiltölulega óhagstætt veður-
far, mikið högg og mikið beitará-
lag olli þvf að skógur hvarf af
stórum svæðum á ströndinni. Til
marks um álagið á skóginn, þá
stendur skrifað í skýrslu sýslu-
mannsins í Nordlandsfylki, að
1871 - 1875 voru byggðir í héruð-
unum Bindal, Vefsn, Hemnes, Mo
og Saltdal alls 6.609 tíæringar,
áttæringar og sexæringar. Báta-
smiðjur voru víða, langt fram eftir
síðustu öld og er bærinn Rognan,
fyrir botni Skjerstadfjarðar, lfk-
lega þekktastur staða fyrir slíka
iðju.
Nokkrar tölur yfir landstærðir
og skóg í Nordlandsfylki:
Fylkið allt er 3.630.200 ha
Klætt skógi 1.025.900 ha
Framleiðsluskógur 582.900 ha
Mýrar undir skógarjaðri
129.800 ha
Landbúnaðarsvæði í notkun
52.700 ha
Árlegt högg barrviðar og lauf-
viðar 212.745 m3
Þegar litið er á kort af suður-
hluta fylkisins, koma í ljós nokk-
ur kunnugleg nöfn sem margir
ættu að þekkja. Þetta eru stað-
irnir hvaðan við höfum fengið
fræ til ræktunar rauðgrenis á ís-
landi: frá suðri til norðurs, Bin-
dal, Grane, Vevelstad, Vefsn,
Leirfjord, Hemnes, Mo í Rana.
En því miður hefur rauðgrenið
ekki staðist þær væntingar sem
menn bundu við það hér á landi
eins og flestum er kunnugt.
fbúar Nordlandsfylkis hafa ver-
ið nokkuð duglegir við að endur-
planta þeim skógi sem tapaðist
og áður er um getið, og var tals-
verður áhugi á útlendum trjáteg-
undum á árunum upp úr 1900. Til
marks um það eru plantanir t.d. í
Brevik í Beiarnfirði og Storjord í
Saltdal. Um þetta má lesa í grein
Sigurðar Blöndals í Ársriti
Skógræktarfélags fslands 1989,
en á báða þessa staði komum við
f þessari ferð og gefur þar að líta
stórkostleg tré af ýmsum tegund-
um. Norðmennirnir eru þó ekki
líklegir til að nýta mikið af
þessari reynslu með erlendar
trjátegundir nema kannski á ystu
ströndum, þar sem mikill áróður
er nú rekinn fyrir því að halda
sem mest í innlendar trjátegund-
ir og að breyta náttúrulegri
ásýnd skógarins sem minnst.
Náttúruverndarsinnar eru á ferð-
inni í Noregi ekki síður en hér á
íslandi og á þessum slóðum
heyrðum við oft talað um að
vernda laufskóginn sem er afar
112
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000