Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 134
Frá kvöldvöku í Kjarnaskógi. Mikla athygli vakti skógargerningur, þar sem m.a. var
framinn regn- og frjósemisdans.
Úrskoðunarferð í Vaðlaskógi.
fólk andlega nært og þá drifu
fundarmenn sig í Kjarnaskóg þar
sem biðu óvæntar uppákomur og
gleði, f mjúku og hlýju regni.
Laugardagur26. ágúst
Nefndastörf
Fundur hófst aftur kl. 9:00 á
laugardagsmorgni með nefnda-
störfum. Fram voru lagðar 11 til-
lögur, 5 frá stjórn og 6 frá ein-
stökum félögum eða einstakling-
um. Allsherjarnefnd fékk 5 tillög-
urtil umfjöllunar. Skógræktar-
nefnd fékk 6 tillögur til umfjöll-
unar. Nefndir tóku sfðan til
starfa.
Undirritun samnings um
náms- og rannsóknasjóð
skógræktar
Eftir nefndastörf kynnti Magn-
ús Jóhannesson, formaður S.Í.,
góða gesti og bauð þá velkomna.
Fulltrúar Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Landsvirkjunar og
Orkuveitu Reykjavíkur voru
komnirtil undirritunar samnings
um Náms- og rannsóknasjóð
skógræktar á íslandi. Tilgangur
sjóðsins er að styrkja unga náms-
menn til framhaldsmenntunar í
skógfræðum auk þess að veita
einstaklingum styrki til skógrækt-
arrannsókna.
Skoðunarferð um
Eyjafjörð
Eftir hádegishlé var haldið í
skoðunarferð íVaðlaskóg
(Vaðlareit) og Grundarreit. Veðr-
ið var eins yndislegt og hægt var
að hugsa sér og ferðin öllum
ógleymanleg. Hápunkturinn var
viðkoma í Brekkukoti, sumarhúsi
Vignis Sveinssonar, formanns
Skógræktarfélags Eyfirðinga.
Vignir og eiginkona hans eiga
bæði 50 ára afmæli á árinu og
tóku á móti fundarmönnum með
norðlenskri gestrisni og rausnar-
skap.
Kvöldverður og kvöldvaka
Kvöldverður og kvöldvaka á
vegum Skógræktarfélags
Eyfirðinga var hápunktur aðal-
fundarins. Veislan var haldin í
fallega skreyttum sal íþrótta-
hallarinnar undir styrkri stjórn
veislustjórans Bjarna Guðleifs-
sonar. Skemmtiatriði voru flutt
af norðlenskum listamönnum.
Magnús Jóhannesson, formaður
S.Í., heiðraði, fyrir hönd félags-
ins, einstaklinga frá Skógræktar-
félagi Eyfirðinga fyrir mikil og
góð störf f þágu skógræktar f
landinu. Þeireru: Brynjar
Skarphéðinsson, jón Dalmann
Ármannsson og hjónin Davíð
Guðmundsson og Sigríður
Manassesdóttir frá Glæsibæ.
Þá voru þrír félagar gerðir að
heiðursfélögum í Skógræktarfé-
130
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000