Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 137
Frá undirritun skipulagsskrár „Náms- og rannsóknasjóðs skógræktar á fslandi."Frá
vinstri: Magnús lóhannesson, form. S.Í., Alfreð Þorsteinsson, stjórnarform. Orkuveitu
Reykjavíkur, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarform. Landsvirkjunar og Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálmsson, form. Samb. ísl. sveitarfélaga.
Talsvert er til af slfku kennslu-
efni, ætluðu forskólabörnum, á
Norðurlandamálum. Hérálandi
hefur komið út athyglisvert efni
ætlað til kennslu eldri nemenda í
svipuðum tilgangi. E.t.v. mætti
einnig nota netið til að koma á
framfæri slíkri kennslu. Vinnu-
hópur á vegum SÍ gæti markað
stefnu félagsins íþessum málum
með því að kynna sér það besta
sem gert hefur verið á Norður-
löndum og víðar þar sem áhersla
er lögð á þennan fræðsluþátt.
Með slikum fræðsluþætti eru
meiri líkur á að skógræktar-
félög í landinu vaxi og dafni, en
deyi ekki út með þeim eldhugum
sem stofnuðu félögin á sfnum
tíma.
Tillögur skógræktarnefndar:
Elísabet Kristjánsdóttir lagði
fram tillögur skógræktarnefndar.
Tillaga 1:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, hvetur til þess að stofnað
verði til fræmiðstöðvar, með það
að markmiði að ávallt verði nægt
framboð af hentugu erfðaefni til
skóg- og trjáræktar. Fræmiðstöð-
in sjái um öflun, skráningu og
varðveislu erfðaefnis auk vefja-
ræktunar og líftækni á sviði skóg-
ræktar. Hvatt er til þess að settur
verði á laggirnar sjálfseignasjóð-
ur með sjálfstæða stjórn og
rekstur og tryggan fjárhagslegan
grundvöll. Mikilvægt er að hags-
muna- og rannsóknaaðilar komi
að stjórn sjóðsins.
Greinargerð: Með aukinni trjá-
plöntuframleiðslu á íslandi hefur
framleiðslan jafnframt dreifst á
fleiri ræktendur, með mismikla
þekkingu og reynslu. Framleiðsl-
an er auk þess háð útboðum sem
dregur úr stöðugleika reksturs
þeirra. Þar með eykst þörf fyrir
greiðan aðgang að hentugu
erfðaefni (fræi, græðlingaefni,
o.s.frv.) og þörf fyrir öfluga mið-
stöð sem annast öflun, varð-
veislu og miðlun þessa efniviðar
til ræktenda. Mógilsá hefur ann-
ast öflun og dreifingu trjáfræs og
Barri-Fossvogsstöðin rekið vefja-
ræktar- og líftæknistofu. En hér
hefur vantað aðila sem annast
varðveislu og miðlun móðurefnis
fyrir stiklinga í skóg- og trjárækt.
Blikur eru jafnvel á lofti um fram-
tíð þeirrar starfsemi sem þó er til
staðar á þessu sviði. Afar brýnt er
fyrir framtfð íslenskrar skógræktar
að snúast til varnar. Þessa starf-
semi þarf að efla með öllum ráð-
um og hún þarf að hafa bolmagn
til þess að viðhalda og auka við
þá þekkingu, s.s. reynslu í líf-
tækni. Uppbyggð þekking á
sviði vefjaræktar og svepprót-
arsmits er nauðsynleg fyrir fram-
tíð skóg- og trjáræktar í landinu
og koma verður í veg fyrir að sú
þekking glatist sem þegar hefur
fengist.
Tillaga 2:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, gerir þá sjálfsögðu kröfu
um upprunavottorð frá ræktunar-
stöðvum að þær merki trjáplönt-
ur þannig, að fram komi aldur,
uppruni og hvernig og hvar
plönturnar eru ræktaðar.
Fundurinn felur stjórninni að
fylgja þessu eftir.
Tillaga 3:
Aðalfundur Skógræktarfélags
fslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, óskar eftir frumkvæði Skóg-
ræktarfélags íslands við að út-
vega kurlara af hentugri stærð
fyrir aðildarfélögin og skipuleggja
hagkvæma notkun þeirra og
leigukjör.
Greinargerð: Víðast hvar er
stefnt að því að skógræktarsvæði
verði hentug og aðlaðandi úti-
vistarsvæði. Skógar eru grisjaðir,
göngustígar lagðir o.s.frv. Viðar-
afurðir, sem leggjast til við grisj-
un, verða stöðugt umfangsmeiri.
Best er nýta þann úrgang sem til
fellur, safna honum saman, kurla
og nota í göngustíga. Þörfin fyrir
hentug tæki til kurlunar fer vax-
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
133