Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 8
Mynd 2. Brekkukot við Hafravatn.
Hólmsheiði í baksýn.
þá nýorðinn biskup að Finni föð-
ur sínum látnum og sat sem
fastast í rústum Skálholtsstaðar
sem búið var að leggja niður af
yfirvöldum í Kaupmannahöfn (fs-
landssaga til okkar daga, Björn
Þorsteinsson og Bergsteinn Jóns-
son, 1991). Niðurstaða Hannesar
biskups af rannsóknum eftir
sögulegum heimildum á því
hvort búandi væri í landinu var,
þrátt fyrir allt, þessi:
ísland fær tíðum hallœri, en ekk-
ert land í Nordurdlfunni er sro
fljótt að fjölga á ný manneskjum
og bústofni sem það, og er þvíeigi
óbyggjandi.
Mynd 4. Lúpínan hefurað mestu þakið
melinn innan girðingar (1999).
Ekkert varð af flutningi íslendinga
á Jótlandsheiðar en þessi mynd
þaðan og samhengi hennar við
sögu íslands gefur tilefni til að
velta fyrir sér þeim breytingum
sem gætu verið fram undan í
landinu fyrir tilverknað okkar
sjálfra. Hver er afrakstur og áhrif
af starfi okkar, hvort sem við köll-
um okkur áhugafólk eða erum í
fullu starfi að „gróðurbótum" í
landinu? Það minnir aftur á sögu-
svið þessa greinaflokks, landið hér
ofan við Reykjavíkurborg (mynd 2).
Af lúpínu og líffræðilegri
fábreytni
Þegarvið fjölskyldan byrjuðum
ræktunarstörf við Hafravatn um
1960 fengum við góð ráð hjá Axel
Helgasyni og Sonju konu hans,
m.a. um ágæti Alaskalúpínunnar.
Við fengum að stinga upp lúpínu-
hnausa uppi í Selmörk og flytja
Mynd 3. Fyrstu lúpínurnar í brekkunni
farnar að dreifa sér (1966).
bæði f Hákot og Brekkukot.
Sverrir tengdafaðir minn setti 20
hnausa í röð í miðja brekkuna, - í
beran, leirblandaðan melinn
(mynd 3). Þaðan breiddist lúpín-
an undrafljótt út með vatni og
leirrennsli niður melinn og með
vindi upp brekkuna og til allra
hliða (mynd 4). Á þessum 40 ár-
um sem liðin eru hefur hún þakið
nánast allt land innan girðingar
sem ekki var gróið fyrir - og auð-
vitað líka laumað sér inn á svæði
þar sem nærveru hennar var ekki
óskað sérstaklega. Hún er frek, en
þó ekki til verulegs skaða.
Eftir 30 ár fóru að sjást greini-
leg merki um að hún væri farin
Mynd 5. ...og farin að hörfa þar sem
hún var fyrst sett.
6
SKÓGRÆKTARRITIÐ .2001 1. tbl