Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 17
Mynd 37. Blómskrúð sem lýsir í
rigningu.
England og skoða þennan frá-
bæra garð sem eins og þessar
myndir sýna skín í ótrúlegri
litadýrð, jafnvel á dumbungs-
rigningardegi eins og þegar við
heimsóttum staðinn. Sjónræn
hönnun garðsins er einstaklega
áhrifamikil án þess að beitt sé
brögðum formklippinga eða
manngerðra aðskotahluta. Áhrif-
in byggjast fyrst og fremst á sam-
setningu blómlita, laufgerða og á
eðlilegum vaxtarformum plantn-
anna sjálfra og staðsetningu
þeirra í landslaginu innan garðs-
ins sem er um 6 ha að stærð.
Þarna má m.a. sækja hugljómun
fyrir skipulag og staðsetningu
trjáa og plantna í umhverfinu, -
t.d. að sjá fyrir sér íslenskt lands-
lag með nýjum tegundum og
samspili trjáa og fjölærra
plantna, innlendra og innfluttra.
Þá gildir að sjá fyrir sér samspil
skapað af fjölbreytni gróðurs,
hóflega þéttri plöntun eða vand-
aðri grisjun, - skjól fyrir mannlíf,
en sjónræn áhrif fjalla og lands-
lags f fjarska tekin með í reikn-
inginn. Ný tækni, sýndarveruleiki
tölvunnar, gerir okkur meira að
segja mögulegt að sjá fyrir hvern-
ig landið verður, hvaða tegundir
henta til plöntunar, og hvernig
landið lítur út þegar þær eru
Mynd 39. ...ef vel er haldið á spöðunum!
orðnar fullvaxta í því.
Og þá til baka í Brekkukot og
heiðina ofan við Þormóðsdal. Þar
má þegar njóta vetrarstunda og
sumarstunda í nýju umhverfi sem
verið er að skapa af mörgum
höndum þessi árin (mynd 38).
Þar er að verða hljóðlát bylting
fyrir áhrif fólks eins og hans Árna
Friðjónssonar við Heytjörn sem,
eins og hann Elséard Bouffier, fór
að planta trjám þar sem engin
voru fyrir og enginn trúði að væri
hægt. Þetta er þolinmæðisstarf
og það reynir á bakið (mynd 39).
Það skilar árangri á löngum tfma.
Það gerist með því að planta
trjám, - einu í einu, - tré fyrir tré
- og hlúa vel að! (mynd 40).
Mynd 40. ...með því að planta trjám -
einu í einu, - tré fyrirtré - og hlúa vel að!
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl
15