Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 22
AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON
Breytileiki hjá klónum alaskaaspar
í næmi gagnvart umhverfi
YFIRLIT
Sumarið 1999 var könnuð lifun
og hæð meðal 46 asparklóna í
samanburðartilraunum sem
komið hafði verið á fót á fjórum
stöðum á landinu árið 1995.
Langtímamarkmið tilraunanna
er að bera saman vöxt og þrif
mismunandi asparklóna við fjöl-
breyttar jarðvegs- og veðurfars-
aðstæður, og draga af því álykt-
anir um:
(1) Heppilegt klónaval alaska-
aspar fyrir hvern Iandshluta.
(2) Samspil klóna og umhverfis;
m.ö.o. hvort klónaval fyrir
eitt hérað skuli vera frá-
þrugðið klónavali í öðrum
landshlutum.
(3) Afmörkun fýsilegra ræktunar-
svæða einstakra asparklóna.
Tilrauninni varvalinn staðurá
fjórum stöðum; tveimur á Norð-
urlandi (á Sauðárkróki og Vöglum
á Þelamörk) og tveimur í upp-
sveitum Árnessýslu (Þrándarholti
og Böðmóðsstöðum). Á hverjum
tilraunastað eru bornir saman allt
að 40 klónar alaskaaspar, en á
sumum stöðum eru auk þess
nokkrir klónar blæaspar teknir
með til samanburðar.
Á öllum tilraunastöðum kom
fram verulegur og marktækur
munur í lifun klóna á fjórða ári
frá upphafi tilraunar. Munur milli
klóna í hæð var einkum til staðar
í tilraunum á Suðurlandi, en þó
varhann hvarvetna marktækur.
Samspil tilraunastaðar og klóns,
í lifun og hæð, var alls staðar
marktækt, jafnvel þegarsaman
voru bornir tilraunastaðir innan
sama landshluta. Hvað snerti lif-
un, var hlutfall breytileikans sem
skýrðist af klóni (11,5%) hærra
en samspil klóns og staðar
(7,5%), og sama var að segja um
hæð (4,5 á móti 3,3%). Af því má
draga þá ályktun að finna megi
klóna sem dafnað geta á öllum
tilraunastöðum, en einnig klóna
þar sem velgengni þeirra er háð
tilraunastað. Klónarsem ættaðir
eru frá stöðum sem liggja fjarri
strönd Alaska (s.s. klónar frá
Kenai Lake og nágrenni) hafa að
jafnaði lifað betur en þeir sem
ættaðir eru frá strandsvæðum í
Alaska.
20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.