Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 27
Böömóösstaöir í Laugardal
Þrándarholt, Gnúpverjahreppi
niðurstöður um klónaval liggja
fyrir eða ekki, verður á næstu
árum farið af stað með umfangs-
mikla asparskógrækt í þessum
héruðum. Því er réttara að hafa
þessar niðurstöður til hliðsjónar
fremur en að láta aðeins kylfu
ráða kasti í klónavali.
Á þessu stigi er ekki réttlætanlegt
að nota niðurstöðurnartil annars
en að útiloka óhæfa klóna úr
ræktun, og vara ber við því að
nota þær til þess að velja úr að-
eins þá klóna sem skipa efstu
sæti. Reynslan af þeim aspar-
klónatilraunum sem hófust 2-3
árum fyrr (Aðalsteinn Sigurgeirs-
son m.fl., óbirt gögn) sýna að
mikill áramunur getur verið í vexti
og áföllum hjá einstökum klónum
í ungum tilraunum, þannig að
þegar tölur eru bornar saman
milli ára verða oft „hinir síðustu
fyrstir og hinir fyrstu síðastir”.
Þessu til viðbótar er enn óútkljáð
hvernig asparryðið kemur til með
að leika einstaka klóna á næstu
árum, þótt fyrstu vísbendingar
liggi nú fyrir (sjá grein Guðmund-
ar Halldórssonar m.fl. í þessu riti).
Allir tilraunastaðirnir (nema
Sauðárkrókur) liggja fjarri sjó, á
svæðum þar sem hætta á nætur-
frostum á vaxtartímánum er veru-
leg. Á þremur tilraunastaðanna
(Þrándarholti, Böðmóðsstöðum
og Vöglum) kom fram að klónar
sem ættaðir eru frá stöðum sem
liggja fjarri strönd Alaska (s.s.
klónar frá á Kenai Lake og ná-
grenni) hafa, að jafnaði, lifað
betur en þeir sem ættaðir eru frá
strandsvæðum í Alaska. Senni-
legasta skýring þess er sú að
klónar, ættaðir frá strandsvæðum
í Alaska (Copper River Delta,
Cordova Flats og Yakutat), eru
líklegastir til að leggjast seint í
dvala og skemmast af haustkali.
Það er hins vegar ekki loku fyrir
það skotið, að eftirlifandi plöntur
sömu klóna eigi með tímanum
eftir að taka sig á í vexti, þegar
þeir ná að vaxa upp úr hitaskipta-
laginu næst jörðu, þar sem hætt-
an á næturfrostum er mest. Var-
hugavert er að yfirfæra þessar
niðurstöður á þau héruð sem
liggja nær sjó. í samanburðartil-
raunum með víðiklóna á vetrar-
mildari svæðum kemur í ljós allt
önnur röðun klóna en t.d. í
Þrándarholti (sbr. Aðalsteinn
Sigurgeirsson 2000). Sama kemur
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
25