Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 38
1968 - Hallormsstaður
Við Guttormslund í Hallormsstaðaskógi.
Fundarmenn þiggja hressingu að lok-
inni skoðun. Þekkja má (frá vinstri):
Odd Andrésson, Neðra-Hálsi í Kjós,
Guðbrand Magnússon, Reykjavík, Ingi-
gerði ??, s.st., Ragnar Jónsson, s.st.,
Svein Jónsson, Egilsstöðum á Völlum,
Halldór Sigurðsson, Miðhúsum í Eiða-
þinghá, Hálfdán Sveinsson, Akranesi,
Hauk Jörundarson, Reykjavík, stjórnar-
mann Skf. íslands, Guðmund Marteins-
son, Reykjavík, stjórnarform. Skf.
Reykjavíkur, Vilhelm Elgrud, framkvstj.
Norska skógræktarfélagsins, Ólaf Jóns-
son, Selfossi, form. Skf. Arnesinga,
Garðar Jónsson skógarvörð, Selfossi og
Sigurð Jónasson skógarvörð, Varma-
hlíð, Skagafirði.
1969 - Stykkishólmur
Fundarmenn ganga á land í Klakkeyjum.
Flóabáturinn Baldur flutti þá þangað.
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.