Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 45
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, GUÐRÍÐUR GYÐA EY)ÓLFSDÓTTIR,
EDDA SIGURDÍS ODDSDÓTTIR,
AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON OG HALLDÓR SVERRISSON
Viðnámsþróttur alaskaaspar
gegn asparryði
Inngangur
Asparryð, sem asparryðssveppur-
inn Melampsora larici-populina Kleb.
veldur, er algengur sjúkdómur á
ösp í Evrópu en hefur borist bað-
an víðar, m.a. til Ameríku, Ástral-
íu og Nýja Sjálands. Á þessum
svæðum hefur hann dregið veru-
lega úr vexti aspa og í einstaka
tilvikum drepið tré. Mest hefur
tjónið verið í Niðurlöndum,
Frakklandi og Ítalíu þar sem eru
ræktaðir blendingar evrópskra og
amerískra aspa. Hér varð þessa
sjúkdóms fyrst vart um mitt sum-
ar 1999. Ekki er vitað með vissu
hvernig hann hefur borist til
landsins né hvaðan. Þó benda
erfðafræðirannsóknir til þess að
hann hafi komið frá norðanverð-
um Bretlandseyjum og er þá
óneitanlega líklegast að hann
hafi borist hingað með vindi.
I því sambandi má benda á að
talið er að asparryð hafi borist
með vindi frá Ástralíu til Nýja
Sjálands. Asparryðið olli tölu-
verðum skemmdum á ösp í
I. mynd. Ösp á Selfossi ilia skemmd
af ryðsjúkdómi haustið 1999.
Innfelld erstækkuð mynd af
skemmdum blöðum. Mynd: H.S.
Hveragerði og á Selfossi síðsum-
ars 1999 (1. mynd) og í kjölfar
þess var nokkuð um kal á öspum
veturinn 1999-2000 (2. mynd).
Síðast liðið sumar breiddist ryðið
út á Selfossi og einnig varð þess
vart neðst í Grímsnesi og í Þor-
lákshöfn. Þetta hefur valdið trjá-
ræktendum töluverðum áhyggj-
um og ekki bætir úr skák að fleiri
sjúkdómar hafa verið að skjóta
hér upp kollinum að undanförnu.
Nú er verið að rannsaka þessa
sjúkdóma og leita leiða til úr-
bóta. Þátttakendur í því starfi eru:
sérfræðingar frá Náttúrufræði-
stofnun íslands, Rannsóknastofn-
un Iandbúnaðarins, Rannsókna-
stöð Skógræktar ríkisins, garð-
yrkjustjóri Reykjavíkurborgar,
umhverfisstjórar Árborgar og
Hveragerðis auk forsvarsmanna
Landshlutabundinna skógræktar-
verkefna.
Unnið hefur verið að þremur
meginmarkmiðum. í fyrsta lagi að
ákvarða útbreiðslu og skaðsemi
trjásjúkdóma hér á landi. í öðru
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl
43