Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 47
4. mynd. Lífsferill asparryðsvepps á ösp og lerki. (Teikning )ón Guðmundsson).
Að sumrinu smitast öspin með skálagróum frá lerkinu og lifir sveppurinn í aspar-
blöðunum og myndar ryðgró sem berast yfir á aðrar aspir og mynda þar ryðgró
o.s.frv. allt sumarið. Þegar haustar myndast þelgró sveppsins, dvalagró sem lifa af
veturinn í föllnu asparlaufinu. Um vorið fer fram blöndun erfðaefnis sveppsins er
dvalagróin spíra og kóifgró sveppsins myndast og skila þau sveppnum upp úr
sverðinum yfir á lerkinálar. Þar myndast síðan pyknogró í litlum blettum á nálunum
en eftir að gagnstæðar æxlunargerðir sveppsins hafa náð saman þá myndast á lerki-
nálunum hópar skálagróa sem berast yfir á öspina og smita hana.
ar kalskemmdir á plöntum sem
höfðu verið sýktar f fyrrasumar.
Tilraunir með varnarefni: Gerð var
tilraun til að rjúfa smithring asp-
arryðs með þvf að úða lerki
skömmu eftir að það laufgaðist
en lerki er sem kunnugt er milli-
hýsill sveppsins (4. mynd). Til-
raunin var gerð í Hveragerði og á
Selfossi og var úðað í lok maf
2000. Notað var efnið Topas 100
EC, en það inniheldur 100g/l
penconasole. Lerkið var skoðað
seinnipart júnf og kom þá í ljós
að úðunin hafði ekki borið tilætl-
aðan árangur.
Viðnám gegn greniryði: Könnuð var
útbreiðsla greniryðs í kvæmatil-
raun með rauðgreni í Haukadal í
Biskupstungum. Sumarið 1959
voru gróðursett þar ellefu kvæmi
af rauðgreni frá mismunandi
svæðum f Noregi, auk eins
kvæmis frá Suður-Þýskalandi.
Verulegur kvæmamunur reyndist
vera á útbreiðslu ryðs í greninu,
minnst ryð var í þýska kvæminu.
Þessum rannsóknum verða gerð
nánari skil síðar.
Viðnám gegn gljávíðiryði: Nú hefur
verið safnað um 40 klónum af
gljávíði, flestum úr klónasöfnum
hjá Ólafi Sturlu Njálssyni í Nátt-
haga í Ölfusi og af Reykjavíkur-
svæðinu, auk nokkurra klóna frá
Akureyri. Græðlingum var stung-
ið í bakka vorið 2000 en ákveðið
var að bíða með gróðursetningu
þeirra til næsta vors. Græðling-
arnir verða gróðursettir á Tuma-
stöðum í Fljótshlíð og á Reykja-
víkursvæðinu. Plönturnar verða
smitaðar með gljávfðiryði nú í
sumar og verður tilraunin tekin
út nú í haust. Tæpast er þó að
vænta áreiðanlegra niðurstaðna
fyrr en að lokinni annarri úttekt
sem verður haustið 2002.
Viðnám gegn asparryði
Aðferðir-. Rannsóknin vargerð í
klónatilraun af alaskaösp á Böð-
móðsstöðum í Laugardalshreppi
(5. mynd). Sú tilraun er hluti af
umfangsmiklum klónatilraunum
með alaskaösp sem stofnað var til
á árunum 1992-95 og eru niður-
stöðum þeirra tilrauna gerð skil
annars staðar í þessu riti. Aspar-
plöntur af 40 mismunandi klónum
voru gróðursettar í tilraunina á
Böðmóðsstöðum sumarið 1995.
Helmingur klónanna er upprunn-
inn við strendur Alaska en hinir
innar í landinu. Af þessum klón-
um eru raunar 9 klónar sem
komnir eru af fræi sem safnað var
af öspum hér á landi. Annarsvegar
var um að ræða fræ sem safnað
var af sjö trjám við Gilsbakkaveg
og Oddagötu á Akureyri sumarið
1979. Hér eru þessir klónar taldir
til innlandsklóna, enda eru móð-
urtrén talin vera upprunnin inni f
landi. Hinsvegar er fræ sem talið
er að hafi verið safnað af klónin-
um 'Laufeyju' sumarið 1983 og
eru þeir klónar taldir til strand-
klóna eins og móðirin. Tilrauninni
er skipt í 10 blokkir, þ.e.a.s. hver
tilraunaliðurvarendurtekinn 10
sinnum, og eru 4 plöntur af
hverjum klón f hverri blokk. Fyrst
var reynt að smita öspina þann
23. júní, þannig að smitaðar lerki-
greinar voru hristar yfir aspirnar.
Hér var því í raun verið að dreifa
skálagróum sveppsins yfir á ösp-
ina líkt og gerist við náttúrlegar
aðstæður (sbr. 4. mynd). Þégartil-
raunin var skoðuð á ný fyrrihluta
ágústmánaðar kom í ljós að þessi
smittilraun hafði ekki tekist sem
skyldi. Því var reynt að smita ösp-
ina með ryðgróum frá smituðum
öspum. Smituðum asparblöðum
var safnað þann 17. ágúst á Sel-
fossi og þau hrist yfir aspirnar í
klónatilrauninni. Sú smitun tókst
allvel. Smitaðar voru sex blokkir af
tíu, þ.e.a.s. blokk 1, 2, 5, 6, 9 og
10. Af hverjum klón voru því allt
að 24 plöntur með í tilrauninni.
í reynd voru þær þó gjarnan
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 I.tbl.
45