Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 47

Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 47
4. mynd. Lífsferill asparryðsvepps á ösp og lerki. (Teikning )ón Guðmundsson). Að sumrinu smitast öspin með skálagróum frá lerkinu og lifir sveppurinn í aspar- blöðunum og myndar ryðgró sem berast yfir á aðrar aspir og mynda þar ryðgró o.s.frv. allt sumarið. Þegar haustar myndast þelgró sveppsins, dvalagró sem lifa af veturinn í föllnu asparlaufinu. Um vorið fer fram blöndun erfðaefnis sveppsins er dvalagróin spíra og kóifgró sveppsins myndast og skila þau sveppnum upp úr sverðinum yfir á lerkinálar. Þar myndast síðan pyknogró í litlum blettum á nálunum en eftir að gagnstæðar æxlunargerðir sveppsins hafa náð saman þá myndast á lerki- nálunum hópar skálagróa sem berast yfir á öspina og smita hana. ar kalskemmdir á plöntum sem höfðu verið sýktar f fyrrasumar. Tilraunir með varnarefni: Gerð var tilraun til að rjúfa smithring asp- arryðs með þvf að úða lerki skömmu eftir að það laufgaðist en lerki er sem kunnugt er milli- hýsill sveppsins (4. mynd). Til- raunin var gerð í Hveragerði og á Selfossi og var úðað í lok maf 2000. Notað var efnið Topas 100 EC, en það inniheldur 100g/l penconasole. Lerkið var skoðað seinnipart júnf og kom þá í ljós að úðunin hafði ekki borið tilætl- aðan árangur. Viðnám gegn greniryði: Könnuð var útbreiðsla greniryðs í kvæmatil- raun með rauðgreni í Haukadal í Biskupstungum. Sumarið 1959 voru gróðursett þar ellefu kvæmi af rauðgreni frá mismunandi svæðum f Noregi, auk eins kvæmis frá Suður-Þýskalandi. Verulegur kvæmamunur reyndist vera á útbreiðslu ryðs í greninu, minnst ryð var í þýska kvæminu. Þessum rannsóknum verða gerð nánari skil síðar. Viðnám gegn gljávíðiryði: Nú hefur verið safnað um 40 klónum af gljávíði, flestum úr klónasöfnum hjá Ólafi Sturlu Njálssyni í Nátt- haga í Ölfusi og af Reykjavíkur- svæðinu, auk nokkurra klóna frá Akureyri. Græðlingum var stung- ið í bakka vorið 2000 en ákveðið var að bíða með gróðursetningu þeirra til næsta vors. Græðling- arnir verða gróðursettir á Tuma- stöðum í Fljótshlíð og á Reykja- víkursvæðinu. Plönturnar verða smitaðar með gljávfðiryði nú í sumar og verður tilraunin tekin út nú í haust. Tæpast er þó að vænta áreiðanlegra niðurstaðna fyrr en að lokinni annarri úttekt sem verður haustið 2002. Viðnám gegn asparryði Aðferðir-. Rannsóknin vargerð í klónatilraun af alaskaösp á Böð- móðsstöðum í Laugardalshreppi (5. mynd). Sú tilraun er hluti af umfangsmiklum klónatilraunum með alaskaösp sem stofnað var til á árunum 1992-95 og eru niður- stöðum þeirra tilrauna gerð skil annars staðar í þessu riti. Aspar- plöntur af 40 mismunandi klónum voru gróðursettar í tilraunina á Böðmóðsstöðum sumarið 1995. Helmingur klónanna er upprunn- inn við strendur Alaska en hinir innar í landinu. Af þessum klón- um eru raunar 9 klónar sem komnir eru af fræi sem safnað var af öspum hér á landi. Annarsvegar var um að ræða fræ sem safnað var af sjö trjám við Gilsbakkaveg og Oddagötu á Akureyri sumarið 1979. Hér eru þessir klónar taldir til innlandsklóna, enda eru móð- urtrén talin vera upprunnin inni f landi. Hinsvegar er fræ sem talið er að hafi verið safnað af klónin- um 'Laufeyju' sumarið 1983 og eru þeir klónar taldir til strand- klóna eins og móðirin. Tilrauninni er skipt í 10 blokkir, þ.e.a.s. hver tilraunaliðurvarendurtekinn 10 sinnum, og eru 4 plöntur af hverjum klón f hverri blokk. Fyrst var reynt að smita öspina þann 23. júní, þannig að smitaðar lerki- greinar voru hristar yfir aspirnar. Hér var því í raun verið að dreifa skálagróum sveppsins yfir á ösp- ina líkt og gerist við náttúrlegar aðstæður (sbr. 4. mynd). Þégartil- raunin var skoðuð á ný fyrrihluta ágústmánaðar kom í ljós að þessi smittilraun hafði ekki tekist sem skyldi. Því var reynt að smita ösp- ina með ryðgróum frá smituðum öspum. Smituðum asparblöðum var safnað þann 17. ágúst á Sel- fossi og þau hrist yfir aspirnar í klónatilrauninni. Sú smitun tókst allvel. Smitaðar voru sex blokkir af tíu, þ.e.a.s. blokk 1, 2, 5, 6, 9 og 10. Af hverjum klón voru því allt að 24 plöntur með í tilrauninni. í reynd voru þær þó gjarnan SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 I.tbl. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.