Skógræktarritið - 15.05.2001, Qupperneq 48
5. mynd. Klónatilraunin á Böðmóðs-
stöðum, yfirlitsmynd. Mynd: H.S.
nokkru færri. Þetta orsakaðist af
því að plöntur höfðu drepist eða
voru svo lélegar að þeim var
sleppt. Einn klónn skar sig úr
hvað slík afföll snerti. Af honum
voru aðeins 4 plöntur lifandi í til-
raunablokkunum og var honum
þvf sleppt. Þá voru tveir klónanna
aðeins í hluta tilraunarinnar og
var þeim einnig sleppt úr tilraun-
inni. f smitunartilrauninni voru
því samtals 37 klónar, 19 inn-
landsklónar og 18 strandklónar.
Tilraunin var tekin út þann 19.
september. Þá var smit á öllum
tilraunatrjánum ákvarðað. Mat á
smiti var gert í tveimur áföngum.
Fyrst var útbreiðsla smits í hverju
tré metið. Gefnar voru fjórar ein-
kunnir fýrir útbreiðslu smits í tré:
1. Ekkert smit fannst.
2. Smit í toppi.
3. Smit víða í tré.
4. Smit útbreitt um allt tréð.
Ef smit fannst í trénu var út-
breiðsla þess á blöðum asparinn-
ar metin, þannig að meðalfjöldi
ryðbletta á smituðum blöðum
varáætlaður. Gefnarvoru þrjár
einkunnir fyrir meðalfjölda ryð-
bletta á smituðum blöðum:
1. Færri en 5 ryðblettir.
2. 5-20 ryðblettir.
3. Yfir 20 ryðblettir.
Út frá þessum einkunnum var
síðan reiknuð ryðeinkunn. Það
var gert með því að margfalda
saman einkunn fyrir útbreiðslu
smits í tré og einkunn fyrir út-
breiðslu smits á blöðum. Plöntur
með háa ryðeinkunn voru því
með mikið og útbreitt ryð.
Niðurstöður og umræður.
Útbreiðsla smits var mjög mis-
munandi eftir klónum (6. og 7.
mynd). Á innlandsklónum var
minnst ryð á klónunum 'P-2' og
'Sterling' (ryðeinkunn 1,3) en mest
á 'A-640' og 'Randa' (ryðeinkunn
4.2- 4,3). Öllu meiri munur var á
ryði á strandklónum. Þar var
minnst ryð á klónunum '83-14-
020' og 'Depli' (ryðeinkunn 1,1 og
1,8) en mest á 'lðunni', '83-14-004'
og '83-14-36' (ryðeinkunn 5,3-5,5).
Af vel þekktum klónum má benda
á að 'lðunn’, 'Laufey’ og 'Pinni’ fá
allir slæma einkunn (ryðeinkunn
4.3- 5,3), en 'Keisari' og 'Haukur' fá
allgóða einkunn (ryðeinkunn 2-
2,1). 'Sælandsösp' er raunar með
enn lægri ryðeinkunn (1,8), en
menn þóttust einmitt hafa tekið
eftir því f Hveragerði í fyrra að sá
klónn hefði komist áberandi vel
frá ryðfaraldrinum. Þá er rétt að
vekja athygli á því að einkunn
klónanna 'Sölku' og 'Jóru’ er mjög
svipuð, en erfðafræðirannsóknir
benda eindregið til þess að þetta
sé í raun einn og sami klónninn.
í þessari grein verður ekki rakið
hvar má finna marktækan mun á
ryðeinkunn einstakra klóna en
milli lökustu klónanna og þeirra
bestu er alls staðar marktækur
munur. Þeir klónar sem á milli
liggja eru hinsvegar hvorki mark-
tækt frábrugðnir bestu né lökustu
klónunum.
í fljótu bragði virðist vera meiri
munur á ryði milli strandklóna en
milli innlandsklóna. Það kemur
ekki á óvart og kemur heim og
saman við niðurstöður annarra
rannsókna á alaskaasparklónum
hér á landi. Þetta stafar væntan-
lega af því að öspin vex einkum
við árbakka í Alaska og sprotar
eða tré sem áin hrífur með sér í
vatnavöxtum skjóta gjarnan rót-
um á eyrum neðar við ána.
Þannig berst nýtt erfðaefni mun
greiðar niður til strandar en í
gagnstæða átt. Það vekur athygli í
þessu sambandi að breytileiki í
ryðeinkunn klónanna sem komnir
eru af akureyrsku fræplöntunum
er mun minni en breytileiki í ryð-
einkunn klónanna sem komnir
eru af 'Laufeyju' (6. og 7. mynd,
skáletraðar súlur). Það er raunar
áberandi að tveir af afkomendum
'Laufeyjar'; 83-14-004 og 83-14-36
eru með mjög svipaða ryðein-
kunn og móðirin, öll í hópi verstu
klóna. Hinirtveir; 83-14-015 og
83-14-020, eru í hópi bestu klóna
og sá síðarnefndi er raunar sá
klónn sem fékk lægsta ryðein-
kunn. Þetta bendir eindregið til
þess að auðvelt sé með kynbót-
um að rækta klóna sem séu lítt
ryðsæknir. Vandamálið við slfkar
kynbætur, sem og kynbæturyfir-
leitt, er að oft vill fylgja böggull
skammrifi, þ.e.a.s. góðum eigin-
leika fylgir oft annar miður æski-
46
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.