Skógræktarritið - 15.05.2001, Qupperneq 52
FÁLMAÐ
MEÐ
GRENl
Þröstur
Eysteinsson
Herdís
Friðriksdóttir
Lárus
Heiðarsson
Vöxtur fjögurra grenitegunda
og lerkis í tilraun frá 1965
Inngangur
Á undanförnum árum hafa hug-
myndir íslensks skógræktarfólks
um hvernig best sé að rækta skóg
tekið breytingum. Meðal þeirra
hugmynda sem nú eru áberandi f
skógræktarumræðunni eru að
það borgi sig tvímælalaust að
gera vel við plönturnar á fyrstu
árum eftirgróðursetningu og að
gott geti verið að blanda saman
tegundum (Sjá t.d. Björn jónsson
1998, Landbúnaðarráðuneytið
1999).
Ekki er lengur talið ásættanlegt
að bíða f 10-20 ár frá gróðursetn-
ingu þar til plönturnar hefja vöxt,
enda engin ástæða til. Það er
ekki náttúrulögmál að trjáplöntur
vaxi hægt í upphafi, þvert á móti
eru flestar trjátegundir sem not-
aðar eru f skógrækt hér á landi
þannig gerðar að þær hafa mest-
an vaxtarþrótt á unga aldri (fyrstu
20-40 árin) ef umhverfisaðstæður
leyfa. Tré sem staðnar í vexti í 20
ár vegna næringarskorts eða
samkeppni frá grasi missir af
stórum hluta af sinni vaxtargetu
því lífeðlisfræðileg öldrun á sér
engu að sfður stað (Greenwood
o.fl. 1989).
Val á vel aðlöguðum tegund-
um, kvæmum og klónum og kyn-
bætur geta fært okkur efnivið
sem þolir íslenska veðráttu. Sú
aðlögun dugar þó skammt ef
plönturnar skortir næringarefni,
vatn eða birtu vegna rýrs jarðvegs
eða samkeppni við annan gróður.
Lausnir á þessum vanda eru
tæknilega mjög einfaldar en
vinnukrefjandi, og þær eru að
undirbúa gróðursetningu með
einhverskonar jarðvinnslu, bera
áburð á plönturnar við gróður-
setningu og hirða um plönturnar
eftirgróðursetningu, t.d. með
endurtekinni áburðargjöf og með
því að reyta frá. Þegar trén eru
orðin aðeins stærri getur það
einnig bætt vöxt þeirra að hafa
góða granna, t.d. tré annarrar
tegundar sem veita skjól eða
bæta jarðvegsskilyrði.
Nýverið hafa Jón Guðmunds-
son (1995) og Hreinn Óskarsson
o.fl. (1997) gert tilraunir með
áburðargjöf á nýgróðursettar trjá-
plöntur, en þetta eru þó ekki
fyrstu rannsóknir á því sviði hér-
lendis. Árið 1965 settu þeir Sig-
urður Blöndal, skógarvörður, og
)ón Jósep Jóhannesson út áburð-
ar- og 'jarðvinnslu' tilraun að
Mjóanesi á Fljótsdalshéraði. Frá
þessari tilraun greinir Sigurður
Blöndal í pistli sínum ,,Fyrr og
nú" í Skógræktarritinu 1995 og
kallar ,,Fálmað með greni". Þótt
tilraunin hafi ekki verið sett út
samkvæmt kúnstarinnar reglum
tölfræðinnar má draga heilmik-
inn lærdóm af henni, ekki síst af
því að hún er orðin 35 ára gömul.
Fyrir utan samanburð á áburð-
armeðferðum og túlkun á um-
hverfisþáttum er fróðlegt að bera
saman grenitegundirnar fjórar
sem þarna voru gróðursettar
m.t.t. vaxtar við þær aðstæður
sem þarna rfkja. Þess má geta að
eitt stærsta skógræktarverkefni
landsins, Héraðsskógar, stendur
fyrir ræktun á sömu slóðum og
að mestu á svipuðu landi.
Efni og aðferðir
Tilraunin var gróðursett f ágúst
1965 skammt fyrir neðan þjóðveg
utarlega í landi Mjóaness í Valla-
hreppi, en Skógrækt ríkisins hafði
þá nýlega fengið landið til um-
sjónar. Svæðið er í vægri brekku
sem hallartil norðvesturs niður
að Lagarfljóti. Gróður á svæðinu
50
SKÓGRÆKTARRITIÐ .2001