Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 54
Fyrir sitkagreni og blágreni (Gunnar Freysteinsson 1996 eftir Bauger 1995):
0,1614 x H3'706 x ÞBH1,947 x (H'l ,3)'2,2905 x (ÞBH + 40)-°,666s
Fyrir hvítgreni og rauðgreni (Arnór Snorrason og Þór Þorfinnsson 1995):
-0,771711 + 0,027176 X ÞBH2 x H + 0,155777 x ÞBH x H
Fyririerki (Gunnar Freysteinsson 1996 eftir Norrby 1990):
e-2,5°79 x þbh 1,7574 x H0,9808
Þar sem H er hæð, ÞBH er þvermál í brjósthæð (1,3 m frá jörðu) og e = 2,71828.
Viðarmagn á ha og árlegur viðar-
vöxtur var síðan reiknaður út frá
þéttleika reitsins í heild eins og
hann er nú, þ.e. 7300 tré á ha fyrir
grenið og 5600 tré á ha fyrir lerk-
ið, og aldri frá gróðursetningu,
sem var 32 ár þegar mælingar
fóru fram.
Uppsetning tilraunarinnar leyf-
ir ekki formlegan tölfræðilegan
samanburð þar sem dreifing
meðferða og tegunda var ekki til-
viljunarkennd. Einnig gerir upp-
setningin og umgjörð tilraunar-
innartúlkun á niðurstöðum erf-
iða, t.d. vegna munar á skilyrðum
innan blokka efst og neðst í
brekku og vegna mismikillar ná-
lægðar bæði tegunda og blokka
við lerki. Til dæmis vaxa 28 %
trjáa í blokkum 1 og IV við hlið
lerkis en aðeins 4 % í blokkum II
og III. Eins vaxa 28% sitkagrenis
og rauðgrenis við hlið lerkis en
aðeins 4 % blágrenis og hvít-
2. mynd. Lifun eftir meðferð við
gróðursetningu.
grenis. Þetta þýðir að allar niður-
stöður verður að taka með fyrir-
vara þar sem þær eru ekki studd-
ar jafnsterkum rökum og ef hægt
hefði verið að beita tölfræðileg-
um samanburði. Þá ber að hafa
í huga að samanburður milli teg-
unda er í raun samanburður milli
tiltekinna kvæma þessara teg-
unda.
Niðurstöður
Eftir meðferð við gróðursetningu
Lifun í blokkum I og IV, þar
sem plöntur fengu tilbúinn
áburð, var um 20% minni en í
blokkum II og III þar sem ekki var
gefinn tilbúinn áburður (2.
mynd). Þá lifir 92% af Raivola-
lerkinu, sem ekki fékk áburð, en
aðeins 76% af Arkhangelsklerk-
inu, sem fékk tilbúinn áburð.
Hjá öllum tegundum er viðar-
vöxtur lakastur í blokk III, þar
sem trén fengu engan áburð við
gróðursetningu (3. mynd). Mun-
ur á viðarvexti á blokk III og bestu
meðferð er frá því að vera rúm-
lega 1/3 hjá hvítgreni og upp í að
vera fimmfaldur hjá rauðgreni.
Minni munur er á bestu og verstu
meðferð þegar hæðarvöxtur er
skoðaður eða frá 18% hjá hvít-
greni til 64%.hjá rauðgreni.
Eftir tegund
Lifun var áberandi lökust hjá blá-
greni, eða aðeins 48% borið sam-
an við 75-86% hjá hinum greni-
'tegundunum og var þessi munur
svipaður í blokkunum þremur
sem fengu áburðarmeðferð en
minni í viðmiðunarblokkinni.
Meðaltalstöluryfir hæð, þver-
mál íbrjósthæð (þ.b.h.), viðar-
magn og árlegan viðarvöxt sýna
allar sömu niðurstöðu: Vöxtur
blágrenis var lakastur. Þó var
vöxtur rauðgrenis ekki teljandi
betri en vöxtur blágrenis í tveim-
ur blokkum af fjórum. Besti vöxt-
ur blágrenis (blokk I) var á við
lakasta vöxt sitkagrenis (blokk III)
(3. mynd). Vöxtur sitkagrenis var
bestur, en einkum vegna blokkar
I. í hinum blokkunum var ekki
áberandi munur á sitkagreni,
rauðgreni og hvítgreni.
Yfirhæð, í þessu tilviki hæð
hæsta trésins, er mjög svipuð hjá
sitkagreni, hvítgreni og rauðgreni
og eru hæstu tré þessara tegunda
orðin hærri en hæsta lerkið
(4.mynd). Hæsta blágrenið er
3. mynd. Meðal árlegur viðarvöxtur
í m3/ha/ár.
52
SKÓGRÆKTARRITIÐ .2001