Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 58
JÓN ÍSBERG
Gunnfríðarstaðaskógur
á Bakásum
í grein um Gunnfríðarstaði eða
öllu heldur um Gunnfríðarstaða-
skóg, sem fyrrverandi skógræktar-
stjóri, Sigurður Blöndal, ritar í 2.
tbl. Skógræktarritsins 2000, segir
hann „söguna á bak við söguna"
um tildrög og upphaf skógræktar
að Gunnfríðarstöðum. Heimildar-
mann segir hann vera Gísla
bónda Pálsson á Hofi í Vatnsdal.
Allmikillar ónákvæmni gætir í frá-
sögn þeirra svo ekki sé meira
sagt enda liðlega 40 ár frá upp-
hafi þeirra atburða, sem frá er
greint og báðir orðnir nokkuð
aldraðir og ég er það raunar líka,
en sá munur er á, að ég hefi fyrir
framan mig fundargerðir frá þess-
um tíma en þeir ekki. Það er ekki
góð sagnfræði að ætla sér ein-
göngu að treysta á minnið.
Haldinn var stjórnarfundur í
skógræktarfélaginu 30. jan. 1958.
Þar mæta bara tveir stjórnar-
manna, formaðurinn Páll |óns-
son, skólastjóri á Skagaströnd og
ritari félagsins Ágúst Jónsson,
bóndi og skógræktarmaður á
Hofi. Jón S. Pálmason, Þingeyr-
um, „var eigi mættur". Þótt ekki
séu fleiri mættir, er fundargjörðin
upp á þrjár blaðsíður í fjórðungs-
broti. Nokkur mál eru tekin fyrir
og þeir hvetja til aukinnar skóg-
ræktar.
Næsti fundur er aðalfundur
haldinn sunnudaginn 15. maí
1960. Formaður ávarpaði fundar-
menn og gat þess, að við erfið-
leika hafi verið að stríða f starf-
semi félagsins, en undanfarið
hafi verkefni þess einkum verið
að útvega plöntur og styrkja ein-
staklinga og félög við að girða
reiti til skógræktar.
Þessi fundur mun sennilega
hafa verið auglýstur sem út-
breiðslufundur því næst er kann-
að, hve margir vilji ganga í félag-
ið. Það voru sex, sem óskuðu
inngöngu, þar á meðal var undir-
ritaður og kona hans. Bersýnilega
átti einnig að geta um eldri fé-
laga, sem voru mættir, en það
mun hafa farist fyrir. Þótt fundar-
menn væru ekki fleiri, tóku nokkr-
ir til máls og sögðu frá hvað gert
hafði verið og hvöttu til frekara
starfs.
Þá fór fram stjórnarkosning,
sem fór þannig: Jón ísberg fékk 15
atkvæði, Dómhildur Jónsdóttir
11 atkvæði, og Gísli Pálsson, Páll
Jónsson og Holti Líndal fengu 10
atkvæði hver. Þegar fundarstörf-
um var lokið var sýnd kvikmynd
um skógrækt í Ameríku.
Eftir aðalfundinn var svo hald-
inn stjórnarfundur og skiptu
stjórnarmenn með sér verkum.
Gísli Pálsson var kosinn formað-
ur, Jón ísberg varaformaður, Páll
Jónsson ritari, Dómhildur Jóns-
dóttir gjaldkeri og Holti Líndal
meðstjórnandi.
Þessi aðalfundur 1960 markar
upphaf að endurreisn skógrækt-
arfélagsins. Næsti stjórnarfundur
er svo 14. okt. sama ár í Höfða-
kaupstað. Voru allir stjórnar-
menn mættir. Undir 2. lið dag-
skrár segir svo: „Þá skýrði for-
maður svo frá, að þeir Jón fsberg
ásamt með Sigurði Jónassyni,
skógarverði, ferðuðust f byrjun
septembermánaðar um nokkur
svæði hér í sýslunni til athugunar
á stað fyrir héraðsskóg. Ferðuð-
ust þeir aðallega um Ásana og
komust lengst að Blöndudalshól-
um, en þangað var aðallega farið
til þess að skoða þar skógarlund.
Komið var á staði s.s. í Sauða-