Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 58

Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 58
JÓN ÍSBERG Gunnfríðarstaðaskógur á Bakásum í grein um Gunnfríðarstaði eða öllu heldur um Gunnfríðarstaða- skóg, sem fyrrverandi skógræktar- stjóri, Sigurður Blöndal, ritar í 2. tbl. Skógræktarritsins 2000, segir hann „söguna á bak við söguna" um tildrög og upphaf skógræktar að Gunnfríðarstöðum. Heimildar- mann segir hann vera Gísla bónda Pálsson á Hofi í Vatnsdal. Allmikillar ónákvæmni gætir í frá- sögn þeirra svo ekki sé meira sagt enda liðlega 40 ár frá upp- hafi þeirra atburða, sem frá er greint og báðir orðnir nokkuð aldraðir og ég er það raunar líka, en sá munur er á, að ég hefi fyrir framan mig fundargerðir frá þess- um tíma en þeir ekki. Það er ekki góð sagnfræði að ætla sér ein- göngu að treysta á minnið. Haldinn var stjórnarfundur í skógræktarfélaginu 30. jan. 1958. Þar mæta bara tveir stjórnar- manna, formaðurinn Páll |óns- son, skólastjóri á Skagaströnd og ritari félagsins Ágúst Jónsson, bóndi og skógræktarmaður á Hofi. Jón S. Pálmason, Þingeyr- um, „var eigi mættur". Þótt ekki séu fleiri mættir, er fundargjörðin upp á þrjár blaðsíður í fjórðungs- broti. Nokkur mál eru tekin fyrir og þeir hvetja til aukinnar skóg- ræktar. Næsti fundur er aðalfundur haldinn sunnudaginn 15. maí 1960. Formaður ávarpaði fundar- menn og gat þess, að við erfið- leika hafi verið að stríða f starf- semi félagsins, en undanfarið hafi verkefni þess einkum verið að útvega plöntur og styrkja ein- staklinga og félög við að girða reiti til skógræktar. Þessi fundur mun sennilega hafa verið auglýstur sem út- breiðslufundur því næst er kann- að, hve margir vilji ganga í félag- ið. Það voru sex, sem óskuðu inngöngu, þar á meðal var undir- ritaður og kona hans. Bersýnilega átti einnig að geta um eldri fé- laga, sem voru mættir, en það mun hafa farist fyrir. Þótt fundar- menn væru ekki fleiri, tóku nokkr- ir til máls og sögðu frá hvað gert hafði verið og hvöttu til frekara starfs. Þá fór fram stjórnarkosning, sem fór þannig: Jón ísberg fékk 15 atkvæði, Dómhildur Jónsdóttir 11 atkvæði, og Gísli Pálsson, Páll Jónsson og Holti Líndal fengu 10 atkvæði hver. Þegar fundarstörf- um var lokið var sýnd kvikmynd um skógrækt í Ameríku. Eftir aðalfundinn var svo hald- inn stjórnarfundur og skiptu stjórnarmenn með sér verkum. Gísli Pálsson var kosinn formað- ur, Jón ísberg varaformaður, Páll Jónsson ritari, Dómhildur Jóns- dóttir gjaldkeri og Holti Líndal meðstjórnandi. Þessi aðalfundur 1960 markar upphaf að endurreisn skógrækt- arfélagsins. Næsti stjórnarfundur er svo 14. okt. sama ár í Höfða- kaupstað. Voru allir stjórnar- menn mættir. Undir 2. lið dag- skrár segir svo: „Þá skýrði for- maður svo frá, að þeir Jón fsberg ásamt með Sigurði Jónassyni, skógarverði, ferðuðust f byrjun septembermánaðar um nokkur svæði hér í sýslunni til athugunar á stað fyrir héraðsskóg. Ferðuð- ust þeir aðallega um Ásana og komust lengst að Blöndudalshól- um, en þangað var aðallega farið til þess að skoða þar skógarlund. Komið var á staði s.s. í Sauða-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.