Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 60
alfundinum 1965, en þá er hvatt
til að girða nýtt svæði. Svo var
byrjað aftur f smáum stíl 1968 eða
3.840 plöntur, sem jókst næstu ár-
in. Girðingin mun hafa verið
stækkuð 1968 eða 1969, en þá var
farið að sjá árangur af öllu þessu
basli og menn orðnir bjartsýnni.
Baráttan við grasið hélt áfram
og á aðalfundi 13. okt. 1967 kom
fram að pappalepparnir, sem
settir voru kringum trjáplönturn-
ar að Gunnfríðarstöðum hafa
reynst mjög vel..."
Fyrstu tvö árin var alveg notast
við sjálfboðaliða en 1964 og eftir
það var að verulegu leyti keypt
vinnuafl. Var aðallega um að
ræða heimilisfólkið á Ásum, en
jörðin Hamar var þá f eyði. Hana
keypti síðar Erlingur ingvarsson
frá Ásum, einn þeirra systkina
sem lagði okkur lið við gróður-
setninguna og síðar fyrsti skógar-
bóndinn í Húnaþingi að ég best
veit. Þar naut hann þess hve vel
skógræktin á Gunnfríðarstöðum
hefir gengið.
Hér ætla ég að hætta og láta
aðra um framhaldið. Af framan-
sögðu sést hverjir frumherjarnir
voru, væntingar þeirra og von-
brigði, sem svo síðar urðu gleði-
tíðindi. Haraldur Jónsson tók við
formennsku í skógræktarfélaginu
1976. Hann og Ebba kona hans
unnu mikið starf við skógræktina
á Gunnfríðarstöðum og eigum
við þeim mikið að þakka. Honum
eða þeim hjónum er að þakka
asparlundinn í gamla túninu. Ég
vil ekki á nokkurn hátt gera lftið
úr starfi þeirra, en þótt einn sé
lofaður fyrir gott starf, þá er rétt
að annarra sé einnig getið, sem
að hafa unnið.
Ef myndirnar, sem fylgja grein
Sigurðar, eru skoðaðar sést veg-
urinn fram að Hamri greinilega.
Landsvæðið þar fyrir neðan var
fyllt á fjórum árum með því sem
næst um 75 þúsund plöntum.
Það tók sinn tíma fyrir þær að
hafa sig upp úr grasinu, en það
tókst og segir sögu frumherjanna
betur en nokkuð annað.
Þetta framlag er hluti „sögunn-
ar bak við söguna". Það sem hér
er sagt er byggt á fundargerðum
skógræktarfélagsins og því um
staðreyndir að ræða, sem hægt
er að treysta og vitna til, ef því er
að skipta. Ég hefi ekki flfkað
nöfnum neitt að ráði, en ef ein-
hver telur þess þörf, er auðvelt að
bæta úr því síðarmeir. Öll skjöl
skógræktarfélagsins eru varðveitt
á Héraðsskjalasafni Austur-Hún-
vetninga, Blönduósi, og öllum
aðgengileg sem skoða vilja.
^ REISTU FÁNASTÖNG
VIÐ BUSTAÐINNN
- Einföld 03 fljótleg uppsetning
meö forsteyptum sökkli 03 öllum festingum
Þjónusta við sumarhúsaeigendur: Kamínur, gasofnar, gaskæliskápar, gasgrill, gaseldavélar og
fylgihlutir. Olíulampar, garðáhöld, handverkfæri, björgunarvesti, kaststangir, flugustangir, spúnar,
önglar, flotholt, bátavörur og viðarolía, regn- og skjólfatnaður, stígvél, gönguskór og margt fleira.
Gylltar fánastangarkúlur, línur, línufestingar, íslenski fáninn og þjóðfánar flestra ríkja.
33.900
6 metra stöng
með sökkli og fána
Tilboðið gildir í takmarkaðan tíma.
ELLINGSEN
Grandagarði 2, Rvík, sími 580 8500