Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 63

Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 63
ÞORKELL JÓHANNESSON Reynsla af víði við erfiðar aðstæður - Ágæti viðju og myrtuvíðis - Arið 1985 festum við hjónin okkur sumarbústaðarland (rúmlega 4 ha) í landi Gaddstaða, skammt austan við Hellu og niður með Hróarslæk (Gaddstaðaland nr. 11). Árið áður hafði verið reynt að græða landið (og löndin þar f grennd), en það tókst misvel. Þegar við komum að, mátti þvf telja, að þriðjungur landsins væri með öllu ógróinn sandur. Vestan við mitt landið er brún, og hallar af henni til austurs að annarri lægri brún. Frá þessari eystri brún hallar svo landinu að Hróarslæk. Var það land vel gró- ið. Milli brúnanna er nokkurs konar skál. í skálinni var landið bert ofanvert, sæmilega gróið hið neðra, en hálfgróið eða tæp- lega það um miðju. Þar settum við sumarbústað sumarið 1987 og nefndum í Litla Odda eftir fornbýli þar um slóðir. Árið eftir girtum við af landið milli brúna (0,7 - 0,8 ha), en létum hitt vera beitiland handa hrossum. Eitt hið fyrsta, sem við vildum takast á við, var að klæða með gróðri bera brekkuna ofan bú- staðarins. Samhliða þessu var nauðsynlegt að koma upp skjól- beltum á útmörkum trjáræktar- svæðisins. Fátt um góð ráð Erfitt var að fá ráðgjöf um hvernig að gróðursetningu skyldi standa eða hverjar plöntur skyldi nota. Sumir töldu meira að segja skógrækt með öllu vonlausa á þessu svæði. Smám saman komumst við samt upp á lag með að grafa skurði í sandinn eða flóra fyrir plöntur í lundum og fylla af hrossataði og mold áður en gróðursett yrði. Stundum var þessi vinna svo harðsótt, að nota þurfti vega- vinnuhaka til þess að undir- búningur tækist svo sem að var stefnt. Hugmyndin var að koma upp skjóli umhverfis ræktunar- svæðið með marglaga og óklipptum skjólbeltum og klæða brekkuna í skálinni ofan sumar- bústaðarins með lággróðri. Skjólbeltin Einhver mun hafa sagt okkur að nota viðju (Salix myrsinifolia) þar, sem sandurinn og sandsteinninn varverstur, en frekar alaskavíði (Salix alaxensis), væntanlega klón- inn 'Gústu’ og síðar (samkvæmt sérstakri ábendingu) klóninn 'Hrímu', í jarðveg, sem var betri og auðunnari. Á köflum höfum við (einnig samkvæmt ábendingu) sett jörfavíði (Salix hookeriana), en segja má, að hann sé fallegastur þessara þriggja víðitegunda. Við settum svo fyrstu skjólbeltin upp sumarið 1988. Nú að liðnum 12 árum fer ekki milli mála, að viðjubeltin hafa staðið sig jafnbest. Þau kelur langminnst og standast tiltölu- lega vel maðk og hafa að jafnaði þéttasta laufþekju. Þá hafa viðju- beltin allt að því ótrúlegt brotþol undir jafnvel hörðum sköflum, sem margbrotið myndu hafa vöxtulegt birki, og rísa á vorin úr sköflum lítt brotin og laufgast á ný. Viðjan vex að vísu hægar en hinar víðitegundirnar og hún mætti vera vindþolnari og senni- lega einnig saltþolnari. Þá höfum við tekið eftir því, að hross fúlsa við viðju, en eru sólgin í alaska- víði (myndir 1 og 2) og að nokkru leyti í jörfavíði. Er þetta ótvíræð- ur kostur, ef menn vilja sameina trjárækt og hestamennsku líkt og SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.