Skógræktarritið - 15.05.2001, Síða 63
ÞORKELL JÓHANNESSON
Reynsla af víði við erfiðar aðstæður
- Ágæti viðju og myrtuvíðis -
Arið 1985 festum við hjónin
okkur sumarbústaðarland
(rúmlega 4 ha) í landi
Gaddstaða, skammt austan við
Hellu og niður með Hróarslæk
(Gaddstaðaland nr. 11). Árið áður
hafði verið reynt að græða landið
(og löndin þar f grennd), en það
tókst misvel. Þegar við komum
að, mátti þvf telja, að þriðjungur
landsins væri með öllu ógróinn
sandur.
Vestan við mitt landið er brún,
og hallar af henni til austurs að
annarri lægri brún. Frá þessari
eystri brún hallar svo landinu að
Hróarslæk. Var það land vel gró-
ið. Milli brúnanna er nokkurs
konar skál. í skálinni var landið
bert ofanvert, sæmilega gróið
hið neðra, en hálfgróið eða tæp-
lega það um miðju. Þar settum
við sumarbústað sumarið 1987
og nefndum í Litla Odda eftir
fornbýli þar um slóðir. Árið eftir
girtum við af landið milli brúna
(0,7 - 0,8 ha), en létum hitt vera
beitiland handa hrossum.
Eitt hið fyrsta, sem við vildum
takast á við, var að klæða með
gróðri bera brekkuna ofan bú-
staðarins. Samhliða þessu var
nauðsynlegt að koma upp skjól-
beltum á útmörkum trjáræktar-
svæðisins.
Fátt um góð ráð
Erfitt var að fá ráðgjöf um
hvernig að gróðursetningu
skyldi standa eða hverjar
plöntur skyldi nota. Sumir töldu
meira að segja skógrækt með
öllu vonlausa á þessu svæði.
Smám saman komumst við samt
upp á lag með að grafa skurði í
sandinn eða flóra fyrir plöntur í
lundum og fylla af hrossataði og
mold áður en gróðursett yrði.
Stundum var þessi vinna svo
harðsótt, að nota þurfti vega-
vinnuhaka til þess að undir-
búningur tækist svo sem að var
stefnt. Hugmyndin var að koma
upp skjóli umhverfis ræktunar-
svæðið með marglaga og
óklipptum skjólbeltum og klæða
brekkuna í skálinni ofan sumar-
bústaðarins með lággróðri.
Skjólbeltin
Einhver mun hafa sagt okkur að
nota viðju (Salix myrsinifolia) þar,
sem sandurinn og sandsteinninn
varverstur, en frekar alaskavíði
(Salix alaxensis), væntanlega klón-
inn 'Gústu’ og síðar (samkvæmt
sérstakri ábendingu) klóninn
'Hrímu', í jarðveg, sem var betri og
auðunnari. Á köflum höfum við
(einnig samkvæmt ábendingu)
sett jörfavíði (Salix hookeriana), en
segja má, að hann sé fallegastur
þessara þriggja víðitegunda. Við
settum svo fyrstu skjólbeltin upp
sumarið 1988.
Nú að liðnum 12 árum fer ekki
milli mála, að viðjubeltin hafa
staðið sig jafnbest. Þau kelur
langminnst og standast tiltölu-
lega vel maðk og hafa að jafnaði
þéttasta laufþekju. Þá hafa viðju-
beltin allt að því ótrúlegt brotþol
undir jafnvel hörðum sköflum,
sem margbrotið myndu hafa
vöxtulegt birki, og rísa á vorin úr
sköflum lítt brotin og laufgast á
ný. Viðjan vex að vísu hægar en
hinar víðitegundirnar og hún
mætti vera vindþolnari og senni-
lega einnig saltþolnari. Þá höfum
við tekið eftir því, að hross fúlsa
við viðju, en eru sólgin í alaska-
víði (myndir 1 og 2) og að nokkru
leyti í jörfavíði. Er þetta ótvíræð-
ur kostur, ef menn vilja sameina
trjárækt og hestamennsku líkt og
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl
61