Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 66

Skógræktarritið - 15.05.2001, Page 66
SIGURÐUR BLÖNDAL Eyðimerkur Nýfundnalands og Labrador walonskac „Þar voru. pá eyðimerkur einar allt að sjá fyrir þeim og nær fivergi rjóður (." Svo er skrifað í XI. kafla Eiríks sögu rauða, þar sem lýst er sigl- ingu Þorfinns karlsefnis, er hann fór einskipa að leita Þórhalls veiðimanns. Lýsingin á við skóg- lendi einhvers staðar við mynni Lárensflóa í Norðaustur-Kanada. Orðið eyðimörk merkir hér greini- lega samfelldan skóg, undirskilið engar mannabyggðir. íslendingar vita, að þetta orð hefir nú snúist upp í andhverfu sína á sama hátt og orðið holt, sem í fornu máli merkti skógarteig. Hefir reyndar varðveist óbreytt í þeirri merk- ingu í norsku. Mér datt í hug að benda á þessa fornu merkingu orðsins, þegar ég ætla að lýsa fyrir lesend- um „Skógræktarritsins" tiltekinni gerð af skógi á Nýfundnalandi og Labrador, sem ætíð hlýtur að vera og verða laus við mannaferðir. Við Þröstur Eysteinsson vorum þarna í september síðastliðnum, sáum þessa merkilegu gerð skóg- ar, sem vakti eilífa undrun okkar, hvar sem við sáum hann. Ég ætla að reyna að lýsa stutt- lega og bregða upp nokkrum ljós- myndum af „tuckamore" eins og hann heitirá máli þarlendra. Þetta er ofurþétt og lágvaxið kjarrþykkni af barrskógi, sem vex m.a. á Norðurskaga Nýfundna- lands og strönd Labradorskaga við Fagureyjarsund (Strait of Belle Isle), þar sem við Þröstur fórum um. Nutum raunar sums staðar samfylgdar Páls Bergþórs- sonar veðurfræðings. Við eigum ekki nafn á fslensku yfir fyrirbærið „tuckamore", en okkur Þresti kom saman um, að einfaldast væri að kenna það við aðaltrjátegundina, balsamþin (Abies balsamea (L.) Mill.), og nefna það balsamkjarr, á sama hátt og við tölum á íslensku um birkikjarr og víðikjarr, eftir því hvor tegund- in má sín meira. Aðrar trjáteg- undir í þessu kjarri geta verið svartgreni (Picea mariana (Mill.) B.S.P.), hvítgreni (Picea glauca (Moench) Voss), mýralerki (Larix laricina (DuRoi) K.Koch). Ennfrem- ur grænölur (AInus crispa (Ait.) Pursh) og örsjaldan næfurbjörk (Bglula papyrifera var.Marsh.). Ég held aðstæðunum, þar sem þessi sérkennilegi skógur vex, sé best lýst með eftirfarandi klausu úr nýlegu riti, sem ríkisstjórn Nýfundnalands og Labrador jeitt af fylkjunum í Kanada| gaf út 1996 um 20 ára skógræktaráætl- un 1998-2015. Klausan lýsir svæði á strönd Labradorskaga, sem nefnist „Forteau Barrens", eða auðnirnar við Forteau: „Þetta vistsvæði er á suðaust- urhorni Labrador og liggur með Fagureyjarsundi. Lágar hæðir eru þaktargrenikjarri, krækiberjamó- um og hallamýrum. Þarna eru sterkir vindar og stormar algeng- ir, vegna þess að svæðið er svo nálægt Fagureyjarsundi. Vaxtar- tíminn er 100-120 dagar. Vöxtur trjáa er takmarkaður, þar sem á eitt leggjast vindur, blautur jarðvegur og tíðir skógar- eldar. Svartgreni og mýralerki geta náð 10-12 m hæð aðeins 64 SKÓGRÆKTARRiTIÐ .2001 l.tbl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.